Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 18
64 LÆKNABLAÐIÐ Hesteyrarhérað. Heilsufar viröist vera gott í þvi héraði; læknir telur 4 sjúkl. með k í g h ó s t a, i meS lungnabólgu og 4 meS 1 u n g n a- k v e f. Blönduóshérað. Síöan á nýári segir héraöslæknir aS engar farsóttir hafi gert vart viS sig, nema kíghósti og hettusótt. Almenn heilbrigöi ágæt. Manndauði lítill. Sauðárkrókshérað. Taugaveiki 6 tilfelli í janúar (1 dáiS); k í g- hósti 1 í janúar, 6 í febrúar; lungnabólga 6 i janúar og febrúar (1 dáiS). Akureyrarhérað. Kighósti (örfá dáiö, helzt tæringarveik börn). Hettusótt. Hvorttveggja er nú í rénun. Engin kvefsótt. Eitt nýtt til- felli af mænusótt (18. marz, 14 ára drengur). Húsavíkurhérað. „Úr héraðinu litiö að frétta, heilsufar gott í vetur. T a u g a v e i k i 1 sjúkl., giktsótt 1, kíghósti 6, lungnakvef 4. Hornafjarðarhérað. Heilsufar gott síöastliöið ár og það sem af er þessu ári. Kighósti hefir gengiS, en yfirleitt vægur, 2 börn dáið. Fáskrúðsfirði 3. marz. Það sem er af árinu hefir verið fremur kvilla- samt. Hettusótt kom hingað í nóv., gekk hér i ársbyrjun, en er.nú að mestu um garö gengin. Barnaveiki hefir stungið sér niSur. í jan. sýktust 2, í febr. 1 og i marz 2 sjúkl. Tveir hafa nýlega sýkst af lungnabólgu, og eru þaö fyrstu lungnabólgusjúkl. á þessu ári. Akranesi 14. apr. Fremur góS heilbrigði í marz. B 1 ó 8 s ó 11 kom upp á 2 heimilum á Akran., ókunnugt hvaðan. Allrar varúöar var gætt, enda ekki boriö á því að veikin hafi breiðst út. Kvefsótt nokkur, en ekki slæm. I mánaðarlok fhUtist hingaS i n f 1 u e n z a meS feröafólki úr Rvík, hér um bil jafnsnemma á Hvalfjaröarströnd og Akranes. Skarlatsótt mefir ekki gert frekar vart viö sig og heimilin sótthreinsuö, sem hún kom á. Vestmannaeyjum 13. apr. Heilsufar í marz sést á eftirfarandi yfirliti: Ang. parot. 4, Tracheobr. 12, Broncho.pnevm & bronch. cap. 5, infl. 4, Pnevm. cr. 3, choler. & cat. intest. 4, Scabies 2. Töluvert k v e f undanfarið. 1 þessum mánuði hefir borist hingað reglu- leg i n f 1 u e n z a, sem fer vaxaxndi. Reconvalescens langur. Pnevm. croup., sem talin er i yfirlitinu hefir byrjað meö influenzuein- kennum, endaö meö nokkurnvegin reglulegri crisis, en sjúkl. veriS lengi að ná sér. Á Læknafélagsfundi 8. marz var samþykt aS læknum, sem sagt heföu af sér embætti og ekki fengjust lengur viö læknastörf, skyldi sent Lbl. ó- keypis sem heiöursgjöf. Þessir læknar eru: Bjarni Jensson, Július Hall- dórsson, Ásgeir Blöndal, Sigurður SigurSsson, Búöardal, Þorgrímur Johnsen og Helgi Guömundsson. PrentsmiSjan Rún. — Reykjavík.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.