Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 3
4. blað. LEIIIILllll i. árgangur. Maí 1915. Salvarsanmeðul. Eftir Sæm. Bjarnhéðinsson. Eins og kunnugt er, hafa menn smámsaman á síSasta þriöjung seinustu aldar og þaS sem liSiS er af þessari öld, fundiS allar þær sóttkveikjur, sem enn eru kunnar. L i s t e r benti mönnum á leiSina til þess aS yfirbuga sárasóttkveikj- urnar, verstu óvini handlæknanna. En lærisveinar hans hafa svo bygt brýr yfir ófærurnar, svo vegurinn verSi greiöur. Siðan hefir veriS látlaus barátta um heim allan til þess aS vinna sigur á sóttkveikjunum. Menn hafa reynt ýms sótthreinsandi lyf, sem kunn voru aS því, aS drepa þær utan líkamans og vonuSu aS þau mundu gera þaS sama, ef sjúklingum meS næmar sóttir væru gefin þau inn, einkum ef nokkurnveginn greiSur gangur væri þangaS, sem sóttkveikjurnar tækju sér bólfestu (taugaveiki, blóSkreppusótt og kólera), eSa þeir látnir "anda þeim aS sér, ef þaS þótti hentara eins og viS lungnaberkla. Allar þessar tilraunir urSu til einskis. Sjúklingarnir þoldu ekki svo stóra skamta, sem þurfti til þess aS drepa sóttkveikjurnar. Þær fengu of ktiS sjálfar af lyfinu, en líkami sjúklingsins mestan hluta þess. Vantrúin á lyfjunum og verkunum þeirra á sjúkdómsorsakirnar jókst mjög á síSustu áratugum fyrri aldar. Og þó hafSi reynslan fyrir löngu kent mönnum, aS til væru ágætis- læknislyf viS einstöku næmum sjúkdómum (syfilis og malaria) auk febr. rheum. Þegar búiS var aS finna malaríasóttkveikjuna (Laveran) og rannsaka verkanir kinínsins á hana, töldu menn sönnun fengna fyrir því, aS þetta frumdýr (protozoon) væri þó aS minsta kosti unt að drepa meS meSulum, an þess aS gera sjúklingnum mein. Nú fóru menn aS gera tilraunir meS ýmsa fleiri protozoa-sjúkdóma, sem eru í heitu löndunum, bæSi í fólki og fé. Þeir komu trypanosomum á mýs °& gerSu tilraunir meS þær (Laveran og Mesnil). Dýrin dóu þá eftir 3—4 daga, en ef sprautaS var í þau 0,1 milligram af arsenik, hurfu sóttkveikj- Urnar úr blóSinu og mýsnar lifSu. AS vísu komu sóttkveikjurnar aftur e^tir nokkurn tima, en hurfu þá aftur eftir arsenikskamt, og svona mátti þalda áfram, en á endanum dóu mýsnar af langvarandi eiturverkun lyfs- lns> þ. e. eitriS var heldur veikt i verkunum sínum á sóttkveikjurnar í sanianburSi viS eiturverkanirnar á sjúklingana. Arsensýrlingur er því of sterkur til þess aS sótthreinsa líkamann.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.