Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 6
68 Læknablaðið Verkanir salvarsins og notkun. S y f i 1 i s er, eins og getið hefir verið um, sá sjúkdómur, sem það hefir verið reynt mest við, og er nú svo komið, að varla mun það teljast rétt að brúka það ekki, á hvaða stigi sjúkdómsins s e m e r, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Bezt áhrif hefir það á f y r s t a stigi sjúkdómsins. Þess vegna á að byrja lækn- inguna jafnskjótt og menn þykjast vissir um sjúkdóminn. Þar sem því verður við komið, má finna spirochætae þegar á þessu stigi i herzl- inu, en W a s s e r m a n n s-r a n n s ó k n i n er, eins og menn vita, ekki neins virði á þessu stigi veikinnar. Menn gefa allstóra skamta, 60 ctgrm. handa fullorðnum karlmanni og 50 ctgrm. handa kvenmanni. Eftir 1—2 sólarhringa hverfa sóttkveikjurnar algjörlega úr herzlinu. Það er vissa fyrir því, að sjúklingum hefir albatnað eftir einn skamt: Engin einkenni komið, W. neg., og sýking aftur eftir 1-3 ár : herzli. En oft hefir sjúkdómur- inn haldiö áfram. Þykir því ráðlegast að láta sjúklingana fá 3—4 skamta á þessu sjúkdómsstigi, þótt einkennin séu horfin, og tekst þá að stöðva sjúkdóminn hjá fjölda sjúklinga. Eru þá tveir fyrstu skamtarnir gefnir með 8 daga millibili, og svo úr því látnar líða 2—3 vikur á milli. Ýmsir hafa þá tvo síðustu skamtana minni, t. a. m. 40 ctgrm. handa konu og 50 ctgrm. handa karlm., en annars eru afar mismunandi skoðanir um það, hve stóra skamta á að gefa. Ef herzliö er nýkomið og litið, segja ýmsir, að varla þurfi að láta sjúklinginn fá nema 2—3 skamta. Við syfilis á öðru stigi reynist salv. oft vel. Sjúkl. fá þá að minsta kosti 4 skamta salv. (á 60—40 ctgrm.) með 8 daga millibili rnilli fyrstu skamtanna, 2—3 vikna millibili úr því. Annars vilja sumir, t. a. m. Wechselman n, sem fyrir ári var búinn að gefa 40 þús. innspýtingar af salv. og nepsalvarsani, byrja með lítinn skamt, 20 ctgrm., til þess að koma í veg fyrir að alt í einu drepist svo geysimikið af sóttkveikjum, og losni um afarmikið af inneitri (endotoxinum), en það getur valdið allmik- illi hættu fyrir sjúklingana. Hann lætur þó líða skemri tíma á milli, 3—4 daga, og gefur það 4—6 sinnum alls ; er þá W. vanalega orðinn neg. og svo endurtekur hann innspýtingarnar með 2—4 vikna millibili. Átta mán. eftir að W. varð neg., gefur hann lítinn salvarsanskamt (injectio provocatoria). Haldi W. sjer þá enn —, gefur hann inj. provoc. aftur eftir 6 mánuði. Verði W. nú pos., þá fær sjúkl. 4 skamta og svo koma nýjar rannsóknir aftur. Sliku verður varla komið við hér á landi enn þá. Ef til vill þó í Reykjavík. Annars er Wechselmann farinn að brúka minni skamta nú á síðustu tímum: 30—40 ctgrm handa karlmönnum. S e g i r a ð á 4—6 vikum verðiW. nál. ætið negativ i syf. flor. Lesser brúkar einnig heldur litla skamta, 30—40 ctgrm á 14 daga fresti, 3—4 alls handa karlmönnum, minni handa konum. Á Norðurlöndum brúka menn alment 50—60 ctgrm í hvert slcifti, að minsta kosti í tvö fyrstu skiftin. Á þ r i ð j a s t i g i s j ú k d ó m s i n s er salv. einnig brúkað, og reyn- ist oft vel. Þá er s y f i 1 i s í h e i 1 a o g m æ n u, sem salv. einnig er brúkað við. Árangurinn er vitanlega miklu verri, einkum í parenkymatösum syfilis (tabes og paralysis generalis). En hér er það sama að segja eins og um syfilis annarstaðar, að vonirnar um lækningu verða því minni þess lengur, sem þessi sjúkdómseinkenni hafa staðið, og getur S. orðið jafnvel hættu- legt, ef sjúkdómnum er langt komið. Það eru allir á því, að það verði að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.