Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 69 halda áfram í langan tíma viS þessa sjúklinga, og helzt meö hæfilegu niillibili. D r e y f u s haföi á 3 árum 250 sjúklinga meS tabes og paralysis generalis. Þeir fengu aö meðaltali 12 injectiones á 6—8 vikum, og í hvert skifti 30—40 ctgrm salvarsan. Af 77 tabessjúklingum, segir hann, aS 35 hafi orðiö „miklu betri“, 30 hafi orðiS „betri“. Annar (I v a s c h e n z o f f) liafði 48 tabessjúklinga. — 23 batnaSi mik- iö (crises, beltistilfinning, verkjaflogin í taugunum, liðaverkir og ataxi). Sinareflexar náöu sér ekki aftur. L e r e d d e segir um sína sjúklinga, aS þeir hafi fengiö „mikinn bata“. Sumir láta vel af salvarsan gegn paralysis generalis. Þannig nefnir Runge 91 sjúkling með þennan sjúkdóm og hafi liSlega þriöjungur þeirra fengiö talsverSan bata, 15 staöið í staö. Hinum haldiS áfram aS versna. Alls fengu þeir 2—10 cgrm af salvarsani á löngum tíma meS niillibilum. — Þótt mismunandi séu skoðanir manna yfirleitt um verkanir á þessar tvær síðast nefndu tegundir af syfilis, virSist þó framför allmikil frá því sem verið hefir. Ekki kemur mönnum saman um þaS, hvort affarasælla sé að brúka salvarsanmeöul einsömul eöa samfara kvikasilfurlækningu, eins og hing- að til. Flestir hinna nafnkunnustu syfilislækna (t. a. m. Neisser, Lesser, Unna og Noröurlandalæknarnir flestir), brúka kvikasilfurmeSul meS og rnargir vilja byrja meS kvikasilfri, til þess aö grynna á spirochæta- mergSinni — einkum á ööru stigi sjúkdómsins — áSur en þeir fara aS hrúka salvarsan. Segjast á þann hátt fá betri árangur, heldur en þeir hafi nokkrun tíma haft meö kvikasilfri einu, eSa kvikasilfri og joðkalium. Aörir sérstaklega Wechselmann brúka eingöngu salvarsanmeSul. Einn sjúklingur aS eins, af öllum þeim mikla fjölda, sem hann hafði notaö salvarsan viö, dó, og kennir W. því um, aS hann hafi einnig fengiö kvikasilfur. — Ehrlich ræöur injög rnikiS til aS brúka jafnframt kvika- silfur. ■<■ «. fi'j Ekki eru menn heldur ásáttir um, hvert af salvarsanmeöulunum helzt eigi aS taka. Þó munu flestir brúka salvarsan fremur en Neosalvarsan. Annars verSur ekki séS fyllilega hvort betra er. Hvortveggja meöulin verka vel. Handa börnum viröast menn fremur brúka Neosalvarsan, og sumir, einkum á síSustu tímum, salvarsan serum og helzt þá innspýtingu 1 mænuganginn í mjóbakinu. í fyrstu réö Ehrlich til aö spýta salvarsan inn í vöövana (glutæ- alvöSvana). Sjúklingarnir báru sig þó oft afarilla vegna verkja. Koma oft allharöir bólguhnúskar i vöSvana, sem stundum eru langvinnir. Eins hefir viljaö fara, þegar meöalinu hefir veriS spýtt inn í bandvefinn u n d i r h ú S i n n i, viljað koma bólga og verkir, einstaka sinnum drep. — Smámsaman varö því hin aöferöin tíöari, að spýta meSalinu inn í b 1 ó S- æ S a r, vanalega olnbogabótaæöarnar. Ef þaö tekst, sem þaS gerir vana- Kga, fylgja því engir verkir. Salvarsanmeöulin fara að nokkru leyti burt úr líkamanum meS þvag- lnu óbreytt. Sumt breytist og fer aörar óþektar leiðir. ÞaS, sem spýtt er inn í æöar, fer miklu fyr. Eftir 4—5 daga finst litið eftir í þvaginu. ÞaS, sem gefiö er „intramusculært", eöa „subkutant“, helzt miklu lengur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.