Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 8
7o LÆKNABLAÐIÐ í líkamanum og verkar lengur. Ýmsir ætla því, aö þessar aöferöir hafi happadrýgri áhrif á sjúkdóminn. Margir brúka hvorutveggju aSferSina, spýta t. a. m. einu sinni inn í vöðva, eöa þá undir skinniS í tengivefinn, og svo í æðar. Wechselmann segir, a<5 óheppilegra sé að sprauta inn í vöðvavefinn sjálf- an. Þar séu nálega engar vessaæðar, (lymfuæ'ðar), en mikið af blóðhár- æðum, svo vökvinn berist seint út um líkamann, og hætt sé við að drep geti komiö fyrir. Bezt sé að fara meS nálina alla lei'ö inn á „fasciuna“ t. aj m. á glut. medius, með opið að „fasciunni“, en ekki inn í hana. Á „fasciunni" er urmull af vessaæðum, svo þaðan kemst meðalið tiltölulega fljótt. Salvarsanblóðvatni spýta menn eingöngu inn „i n t r a s p i n a 11“. Það er notað við meðfæddri barnasyfilis. Sömu aðferðina vilja og sumir hafa við s y f i 1 i s í h e i 1 a o g m æ n u, en brúka þá neosalvarsan. Með þeirri aðferðinni sé greiðari leiðin að sóttkveikjunni en hinum, þar sem meðal- inu sé ætlað að fara með blóðstraumnum. í heila- og mænu-parenkyminu er lítiö um æðar, en sóttkveikjurnar halda til milli frumanna, og þangað kemst meðalið með mænuvatninu.— Sterilisatio magna þykir ef til vill of kröftugt nafn á syfilislækningunní með salvarsan, þegar talað er um sjúkdóminn alment. Enda hefir Ehrlich seinna nefnt aðferðina: Sterilisatio fere completa. En þegar um febris recurrens og framboesia er að ræða, og áhrif meðalsins á þá sjúkdóma, þá nálgast menn enn þá betur sterilisa- tio magna. Febris recurens spirallan hverfur nokkrum klukkustundum eftir að sjúklingarnir hafa fengið einn, lítinn skamt (20—30 ctgrm.) af salvarsani og 92 pct. af sjúklingunum urðu þannig heilir heilsu. Svipað er að segja um himberjasýkina (framboesia) í heitu lönd- unum. Hún læknast að fullu eftir eina eða tvær injectiones intravenosæ. Við svefnsýki verkar það nokkuð, sumir segja ágætlega. — Oft hafa sjest góðar verkanir við sumum tegundum af m a 1 a r i a. Enn frem- ur reynt við b i 1 h a r z i a, d o u r i n e og öðrum protozoa-sjúkdómum í heitu löndunum. Við a n æ m i a, langvinna, og megurð eftir berkla, hefir salvarsan ver- ið mjög holt. Ráðlegt er að brúka 10—15 skamta eða alls 5 grömm salv. eða 7,5 neosalvarsan, en auðvitað á löngum tima (Kall). Við miltisbrandi og bólusótt hefir það verið reynt og sumir hæla því. Á Chorea Sydenhamii hefir það áhrif. Pierre Marie kveðst hafa fengið fullan bata eftir 3—4 vikur. Sumir hæla því mjög við dermatitis herpetiformis. Meðal annara B o a s. Sjúklingunum á að hafa batnað eftir 3—6 skamta. Eg hefi reynt það við einn sjúkling, spýtti 5 skömtum inn í hann, tvisvar í vöðva og þrisvar í æðar, en dugði ekki. Einhlítt er það því ekki þar. Verru c æ p 1 a n a e hafa læknast af því (Loeb). Á einum Laugarnes- sjúklinganna, sem fékk salvarsan haustið 1910 og hafði þær, hurfu þær algjörlega eftir 2—3 vikur. Enn fremur hefur það og verið nokkuð reynt við holdsveiki, með-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.