Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 10
72 LÆKNABLAÐIÐ lieill heilsu. Þess vegna vill Wechselmann byrja á litlum skamti, en svo hækka fljótt. Þá eru hin svonefndu „n e v r o r e c i d i v“, sem svo mikið hefir verið deilt um. Koma ekki svo sjaldan fyrir. Rille hefir fengiS 13 sinnum nevrorecidiv hjá 300 sjúklingum, F i n g e r 44 hjá 500 sjúklingum. En aðrir segjast fá þau sjaldan. Þau konm oftar fyrir framan af, mejðan sjúk- lingarnir fengu ekki nema einn salvarsanskamt, og þá einkum á öðru stigi sjúkdómsins. Það er „nevritis“ í heilataugum, oftast í n. opticus eða n. acusticus með blindni eða heyrnarleysi, en einstaka sinnum kemur það einnig fyrir i n. facialis. Þau koma ekki fyr en nokkrum vikum eftir að meðalið er gefið (2—8 vikum). Flestir, þar á meðal Ehrlich, telja þetta ekki arseneitrun, heldur syfilis i þessum taugum, og þetta sé nokkurs kon- ar „lokalreaktion" í sjúkum vef, eins og á sér stað við tuberculosis eftir tuberculininjectio. Ástæður, sem hann kemur enn fremur með skoðun sinni til stuðnings, eru: 1) að nevrorecidiv komi einkum snemma á 2. stigi sjúk- dómsins, þegar mest sé af sóttkveikjum. 2) komi sjaklan fyrir seint í sjúk- dómnum (3. stigi eða við parasyfilis). 3) hafi ekki komið fyrir við fram- boesia og recurrens. 4) að sjúklingum batni fljótt, ef haldið er áfram með salvarsan. 5) komi sjaldan fyrir ef salv. er brúkað kröftuglega. Aftur eru aðrir nafnkunnir syfilisiæknar (Finger, Rille og Buscke), sem halda hinu fram, að þetta sé arseneitrun, taugaásókn lyfsins að kenna. Hættulegasta verkun salvarsanlyfjanna er e n c e p h a 1 i t i s h æ m o r- r h a g i c a. Kemur skyndilega, 2—3 dögum eftir að meðalið er gefið, með paræsthesiæ, coma, krömpum, paraplegiæ. Batnar eftir 1—2 daga, eða oftar að sjúklingurinn deyr eftir 5—6 daga. Hefir alls komið fyrir svo kunnugt sé 17—18 sinnum. Lækningatilraun: blóðtaka, saltvatnsinfusion, adrena- lin. Við líkskurðinn hefir ætíð fundist í heilanum háræðablæði. M e 1 a n o- dermi kvað geta komið fyrir eftir salvarsan (Grön), eins og af ólífræn- um arsenlyfum. Horfurnar eru beztar, ágætar, ef salvarsanmeðul eru gefin á fyrsta stigi syfilis. Við syfilis florida tekst Wechselmann nærri ætíð að fá Waser- mannstilraunina neitandi, 4—6 vikum eftir fyrsta salvarsanskamtinn. Því lengra sem sjúkdómurinn er kominn, þess lengur varir það, að fullkomin lækning fáist, en fæst þó oft. R o s e n t h a 1 segist fá bezta verkun við herzlisstigið, syfilis ulcerosa, roseola syfilitica, og oft góða verkun við syfilis maligna. — Contraindicationes: Miklar skemdir í lieila og m æ n u, jafnvel þótt þær komi af syfilis. Þá verður að minsta kosti að brúka salv, með gætni. Enn fremur alvarlegar skemdir i æðakerf- i n u (atheromatosis, anevrysma, mb. cord.) n e f r i t i s, ef þvagið er lítið, 1 a n g v i n n i r 1 i f r a r s j ú k d ó m a r (cirrhosis, fitudegnera- tion) diabetes á háu stigi, svo nefndur s t a t u s t h y m o-l y m p h a- t i c u s. Vanfærar konur mega brúka salv., ef nýrnaveiki teppir eigi þvag- myndunina. — Enn fremur er talið órétt að brúka salvarsan hafi sjúkling- urinn berklaveiki í lungum á háu stigi. Annars má nota það. Tilbúningur. Eins og getið hefir verið, er vatnsblanda af salvarsan súr, en á að vera lútkend (alkalisk), þegar því er spýtt inn. Frá tilbúningnum veröur hér ekki skýrt nákvæmlega. Meðalinu fylgja reglur um það. Geta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.