Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 3
LEIIIILIflll i. argangur. Júní 1915. 6. blað. Læknabústaðir og sjúkraskýli á föstum læknasetrum. Eftir Ó1 Ó. Lárusson. Lækna þá, sem sezt hafa aö í sveitahéruðunum hér á landi, mun reka minni til, hvílíkum erfiSleikum þaö hefir veriö bundið, að hola sér þar niður fyrst í staö. í kauptúnum, sem læknar setjast oftast að í, reisa menn sér hús til eigin afnota og eru því sjaldnast aflögufærir; í sveit- unum gengur ekki skár að fá sér húsaskjól. Bændur hafa sjálfir hús af skornum skamti, og geta þvi tæpast leigt út frá sér, þó fegnir vildu. Einhleypur læknir þarf minst 2 herbergi út af fyrir sig, og fæstir bænd- ur geta þrengt svo að sér, að þeir geti þau mist og því síður fleiri her- bergi, sem læknirinn þó þarf, ef hann er fjölskyldumaður. Vegna þess, að allvíðast hagar svo til enn þá, að læknar eiga hvergi höfði sínu að að halla, er þeir koma í héruðin, og máske meðan þeir eru þar, lendá þeir á hrakningi hingað og þangað, verða leiðir á honum og nota fyrsta tækifæri til að fara úr héraðinu í annað skárra, ef vera kynni að losnaði, eða þeir verða að hleypa sér í stórskuldir, til þess að koma upp húsi yfir höfuð sér. Eins og síðar mun á vikið, bæta allir yngri læknar þar gráu ofan á svart, sligast undir byrðinni, ef út í það leggja. Flestir yngri lækna munu þó sjá fram á kröggur ef þeir tækjust slíkt á herðar, og nota því fyrsta hentugleika að forða sér úr héruðun- um, meðan þess er kostur. Svona gengur þetta til í fámennari héruðunum út um landið; standa héruðin eftir læknislaus. Héraðsbúar standa höggdofa eftir, skilja ekkert í því, hvers vegna læknirinn skyldi fara, og segja sem svo, að lækn- ar geti bygt yfir sig sjálfir, eins og aðrir menn, því þeir hafa svo sem beinin til þess, launamennirnir! í sveitahéruðin, strjálbýlustu héruðin, fara ungir læknar; þeir eru allir meira og minna skuldugir frá náms- árunum, með verkfæralán, siglingalán, bókaskuldir og ýmsar fleiri skuld- ir á herðum. Allur þorri yngri lækna, nema því efnaðri séu, munu hafa skuldað 4—6 þúsund krónur, er þeir fóru í þessi héruð. Hér við bætist, að fámennu héruðin eru aukatekjurýr. Það mun sanni næst, að aukatekjur fari ekki fram úr 50 aurum á hvern héraðsbúa yfir 15 ára aldur, eins og Guðm. landlæknir Björnsson hefir skýrt frá í grein um sjúkrasam- 'ög í Skírni 1909. Aukatekjur lækna í flestum héruðum munu vera frá 300—500 kr. á ári, og er þó ekki dreginn frá átroðningur, sem embætt- Jnu er samfara, ekki sízt í sveitunum. Það er því eigi ofmælt þótt sagt sé, að ungum læknum sé það alveg um

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.