Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐÍÐ 82 megn, meö sömu launakjörum og nú tíðkast, aS reisa sér hús í fámennum tekjurýrum héruðum, og því síöur geta þeir keypt jörS og húsaS hana. Læknar í fámennum héruSum, sem ekkert hafa viS annaS aS stySjast, verSa aS spara alt viS sig til aS geta lifaS skuldlítiS, mega ekki leggja út í nokkurn kostnaS, því þegar búiS er aS greiSa rentur og afborganir af skuldum, er næsta lítil upphæS eftir, til þess aS framfleyta sér og sin- um á, og til aS geta sómasamlega fylgst meS í sinni fræSigrein. Hafi læknir fé handa á rnilli, sem hann ef til vill, og þaS þó aS eins í skárri héruSunum, hefir dregiS saman meS margra ára striti, eSa fengiS aS erfSum, þá er því algerlega variS í tvísýnt fyrirtæki, meS því aS verja því til húsbygginga í kauptúnum eSa sveitum. ÞaS er því venja lækna, aS sækja um betri héruS og flytja þangaS, ef þau bjóSast, og ber þá tíS- ast aS þeim brunni, aS hafi læknirinn bygt þar, getur hann sjaldnast selt eftirmanni sínum húsiS. í kauptúnum eru minstu og ódýrustu húsin útgengilegust; í sveitum kaupa menn jarSir, en hús á þeim sjaldnast met- in sem vera ber; á báSum stöSunum er þaS undir ótal atvikum komiS, hvort nokkur kaupandi fæst. Geti fráfarandi læknir selt húsiS, verSur þaS sem oftast meS þvi meiri afföllum. Stundum er húsiS því til tálm- unar, aS læknar komist í betri héruS, þora ekki aS eiga á hættu óvissa sölu þess, og eru þannig bundnir í báSa skó. í læknaskipunarl. frá 16. nóv. 1907 eru læknissetur ákveSin í kaup- stöSum og kauptúnum, þar sem hægt er aS koma því viS. ÞaS virSist andi þeirra laga, aS læknar séu svo vel launaSir, aS þeir geti reist sér hús sjálfir; þó eru þeir skyldir til aS haga bústöSum sínum meS tilliti til þess, sem héraSsbúum er hentast og bezt í hverju tilfelli; en sú krafa virSist því aS eins sanngjörn og eSlileg, aS þaS opinbera sjái fyrir hús- næSi. Hvergi er svo mikiS sem aS gert sé ráS fyrir lánum handa lækn- um til byggingar íbúSarhúsa á þessum föstu læknissetrum, i líkingu viS lán presta (sbr. lög 16. nóv. 1907), þó margt megi aS þeim finna. ÞaS er því ekki of djúpt tekiS í árinni þó sagt sé, aS þaS opinbera hafi látiS bústaSamál lækna alveg afskiftalaust, aS minsta kosti til góSs, því hafi t. d. einstök héruS sótt um styrk þaSan fcil byggingar læknabústaSa, þá hefir því veriS eytt á allar lundir. Samky. læknaskipunarl., ásamt breyt- ingu á þeim frá 30. júli 1909, er svo ákveSiS, aS læknissetur skuli vera í kaupstöSum og kauptúnum í nál. 30 héruSum af þeim 46, sem þá var búiS aS stofna. í þessum héruSum munu læknar víSast vera leigjendur, á hrakn- ingi hér og hvar, þar sem húsnæSi fæst í kauptúnum og sveitum, sem stundum virSist svo mikill hörgull á, aS læknar hafa jafnvel á orSi aS segja héraSinu lausu og fara í þau lausu héruS, sem til eru, ef þeir gætu holaS sér þar frekar niSur. Þeir læknar, sem eldri eru í hettunni, sérstakl. í betri héruSum, eiga þó sumir hús yfir sig, en hafa orSiS aS hleypa sér í stórskuldir til aS koma því upp; aS minsta kosti hefir þaS ekki veriS þeim búhnykkur. Hvar eiga þeir læknar, sem eru í þeirn héruSum, sem ekkert læknis- setur er ákveSiS í, aS hafa aSsetur? Úr þeim vanda virSist eiga aS ráSa, meS því sem stendur í 2. grein nefndra læknaskipunarlaga; sú klausa hljóSar þannig: „f þeim héruSum, þar sem lög þessi ekki kveSa beint á um þaS, hvar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.