Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 14
92 LÆKNABLAÐIÐ c U m d a g p e n i n g a 1 æ k n a. Fundurinn telur ákvæöin um dagpen- inga lækna, eins og þau nú eru, algerlega óviSunandi og skorar á alþingi aö hækka þá aö miklum mun. d. Um lögtaksrétt á skuldu m. Fundurinn skorar á alþingi, aö veita læknum landsins lögtaksrétt á skuldum fyrir meöul og læknishjálp. Um Codex ethicus. Fundurinn álítur rangt, aö læknar ráöi sig í héruð, þar sem héraðslæknir er fyrir, ef engar sakir eru sannaöar á hann í embættisfærslu hans. Jafn- framt skorar fundurinn á læknafélag Reykjavíkur að vinda bráöan bug aö því, að semja Codex ethicus fyrir íslenzka lækna og senda þeim hann til samþyktar. Eskifirði 16. maí 1915. Kristján Kris.tjánsson. Sigurður Hjörleifsson. * * * Misjafnt munu menn líta á þessar tillögur austanlækna, en sérstaklega er þó ein þeirra algerlega óaðgengileg: aö læknar megi ekki setjast að í héruöum, þar sem héraðslæknir er fyrir. Eftir því mætti heita, aö læknum væri bannað aö starfa hér á landi nema héraöslæknar væru. Væri þetta bæöi ósanngjarnt og óframkvæmanlegt. Eyrarbakki og Eskifjöröur. Samtökin í EyrarbakkahéraÖi. í aprílhefti Lbl. standa þessi orö í grein eftir Konráö Konráösson lækni: „Að menn hafi bundist samtökum um að leita ekki til annara en mín, var og er mér með öllu ókunnugt, enda veit eg að þar er réttu máli hallað.“ Við þetta vil eg gera eftirfarandi athugasemd: Skömmu áður en eg lagði af staö frá Húsavík fékk eg símskeyti, dags. 8. sept. 1914, undirritað af þeim Júníusi Pálssyni sýslunefndarmanni Stokkseyrarhrepps og Jóni Jónatanssyni, alþingismanni, sem hljóðaði þannig: „Fyrir hönd Stokkseyrarhrepps viljum vér tjá yður, að allir héraðsbúar, eins og allur þorri manna i Eyrarbakkalæknishéraöi, hafa kornið sér saman um að nota eigi annan lækni en Konráð Konráðsson, sem hér er nú settur og væntanlega dvelur hér framvegis.“ Um sömu mundir fékk eg bréf, dags. 31. ág. 19x4. Það var undirritað af þeim Ólafi Guðmundssyni söðlasmið, Jóhanni V. Daníelssyni kaupmanni og Sveinbirni Ólafssyni verslunarmanni, öllum til heimilis á Eyrarbakka. Kafli úr bréfi þessu er á þessa leið: „.... Að lyktum skal það tekið fram, að flestum hér er það full alvara að nota eingöngu velnefndan Konráð R. Ivonráðsson sem lækni, þó öðrum sé eða verði veitt héraðið, og munu menn leggja hart á sig til þess að tapa honum ekki burtu, ogeru þess enda fullvissir, þó honum verði ekki veitt héraðið ....“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.