Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 33 ABferSin er sú, að taka blóS úr þungaðri konu, ná úr því blóövatninu og dæla því svo inn í veiku konuna. Oftast mun því dælt inn í vöövana, og þykir nægja io—20 ccm. af blóðvatni. Aldrei hafa sést neinar illar af- leiöingar af þessari lækningaraSferS. Enn þá er aSferöin lítt reynd. B o n d y í Breslau* getur um 8 konur meS hyperemesis, sem blóövatnslækning var reynd viS, af honum og öör- um læknum. Af þessum 8 batnaöi 6 vel, en 2 læknuöust ekki fyr en gerSur var abortus provocatus. G a i f o r n i í Róm** reyndi blóövatnslækningu 12 sinnum viS ýmsum óléttukvillum, þar á meöal viö þrjár konur meS hyperemesis og tókst vel. Ein þeirra hafSi auk þess ptyalismus. Hann reyndi líka blóSvatn úr konum, sem ekki voru þungaSar, en sá litinn árang- ur af því. , Þessi lækningaraöferS stySur töluvert þá skoöun, aö um eitrun sé aö ræöa viö hyperemesis. Eiturefnin myndast viö graviditas, en konan bindur þau meö móteitri. Sé móteitriö ekki nóg, verSur konan veik. En nú hefir þaS sýnt sig, aS intoxicationes gravidarum geta líka læknast meö þvi, aS dæla inn blóövatni úr hestum (konuna vantar kannske eitthvaS til þess aS koma móteitursmyndun af staö?) eöa Ringers upplausn. Þessar lækningaraöferSir hafa þó ekki gefiö nærri eins góSan árangur eins og hin aöferSin, og af Ringers upplausn hefir þurft mikiö, c. 200 ccm. á dag í nokkra daga, ef hún hefir átt aS koma aö gagni. F r e u n d hefir getiö þess til, aS þaS væru ef til vill Ca. og K. söltin í Ringers upplausn, sem verkuöu, en væri þaS, þá væri ólíklegt, aS jafn- góSur árangur eSa betri fengist meS 10—20 ccm. af blóSvatni. B o n d y getur þess til, en leggur litla áherzlu á vegna ónógra rannsókna, aö Ringers- upplausn geri endosmotiskar breytingar og viS þær skolist eiturefnin betur burtu. Alt er þetta lítiS rannsakaS enn þá, en sennilegt er, aö meö tímanum megi, t. d. meS Abderhaldens rannsóknum, greina svo sundur þau einstöku annarlegu efni, sem myndast viS graviditas, aS hægt veröi aö komast aö réttri niöurstööu um orsakir óléttukvillanna. Eg hefi reynt blóSvatnslækningu viS eina konu meS hyperemesis, og skal nú skýra frá því, hvernig þaö gekk. Þann 5. apríl síöastliSinn var eg sóttur fram í sveit til 22 ára gamallar ógiftrar konu, sem legiS hafSi vikutíma meS uppköstum. ÞaS var sama hvaö hún borSaöi, mestalt kom upp aftur jafnóSum, hún var oröin slöpp og farin aS megrast. KvartaSi lika um verki í cardia. Hún hafSi veriS hraust áöur og haft ágæta meltingu. Hún hafSi haft menses seinast fyrir 6 vikum en áöur höföu þær veriS reglulegar á 4 vikna fresti. Brjóst hennar voru farin aö þrútna og mátti færa út úr þeim tæran vökva. Uterus var stækkaöur sem svaraöi graviditas á 2. mánuöi. ÞaS voru eymsli í cardia en annars ekkert sérlegt aö athuga. Hún var þá í dágóSum holdum. Konan var I. gravida. — Eg sagöi henni, hvernig ástatt væri, og sagSist búast viö, aö þetta stæSi ekki lengi, lét hana liggja áfram í rúminu og drekka mjólk í smáum skömtum, sendi henni svo bromkalium og lét mikiö yfir þvi meöali. * Monatsschrift f. Geburtshilfe u. Gyn. Band 39. Heft. 6. ** Ibid. Band 11. Heft 1., Referat.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.