Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ IOI geti veriS breytileg frá 260 og upp í 304 daga eöa meira. Og mér skildist aö hann, eins og aðrir höfundar nútímans, sem eg hefi lesiö, væri van- trúaöur á aS konur heföu fram yfir i þeim skilningi, aö fóstrið yrði meir en fullburða, og þar af leiðandi gæti valdið fæðingarerfiðleikum. í þeim bókum, sem eg hefi aðgang að, hefi eg ekki getað fundið neitt ítarlegt um þetta efni, og þætti vænt um, ef einhver vildi benda mér á eitthvað þar að lútandi. En mér er nær að halda, að alþýöa hafi í þessu, sem mörgu öðru, rétt fyrir sér, hvað sem vísindamenn segja, og það sem styrkir mig í þeirri trú er þaö, að um dýr, einkum kýr, er það furöu algengt, að þær hafi þetta mánuð og jafnvel stöku sinnum 2—3 mánuði fram yfir, og kálfarnir eru þá stærri og fæðingarnar erfiðari en ella. Um daginn skeði nú sá merkisviðburður, að kýr fæddi kálf og hafði gengið meö hann 4ýú — fjóran og hálfan — mánuö fram yfir tímann, eöa í 133/2 mánuð. Reyndar fæddi hún ekki hjálparlaust, heldur varð Sig- urður dýralæknir fyrst með lyfjum og síðan með verkfærum að koma skriði á kálíinn út úr beljunni (og Siguröur bölvaði mikið yfir þeim erfiðleikum). Eg fór að skoða kálfinn eins og hálfur bærinn, því sagan gekk að fæddur væri veturgamall griðungur. Hann var mesta flykki, nokkuð yfir 100 pund (en það er stór kálfur, sem er 75 pund). Einkum voru klaufirnar fer- legar og hausinn. Annars var hann allur á lengdina. — Nú vildu margir efast um, að tímatalið væri rétt, þrátt fyrir það þó áreiðanlegur maður, eigandi kýrinnar, fullyrti, að ómögulegt væri að kýrin hefði haft mök við annan tarf en þann eina vissa á tilteknum tíma. Hvað sem því líður, þá tek eg Sigurð dýralækni trúanlegan um, að kýrin hafi haft eins feykilega fram yfir og fyr er getið, því um þaö er hann í engum vafa. Hann segir kúna vera af vissu kyni, sem er ættað úr Hörgárdal og sem illræmt er orðið fyrir þann óvana, að hafa ætið langt fram ýfir. — Kálfurinn stóri var lifandi áður en honum var hjálpað fram og enginn veit, hve lengi hann hefði dúsað í kúnni, hefði hann fengið að vera í friði, en eins og eðlilegt er, var mönnum farið að lengja eftir honum og kúnni farið að líöa illa. Við vitum að kýrnar og konurnar hafa svipaðan meögöngutima — „fjörutíu (þ. e. vikur) konan og kýrin“, eins og stendur í vísunni. Getur þá ekki líka verið svipað um konur og kýr, að hvortveggja hafi stundum fram yfir og aö það geti valdiö fæðingarörðugleikum, eins og fólkið segir. Eg spyr. Akureyn 12. apríl 1915. STEINGR. MATTHIASSON. * * * Ekki verður því neitaö, að fáránleg er saga kálfsins, og vel þess verð að komast á pappírinn. Þaö þykir mér og eftirtektarvert, aö þessi gravi- ditas prolong. skuli vera ættgeng. Eg skil það svo, að um einhverskonar innervationsafbrigöi sé að ræða, er erfist, uterus þessa kúakyns ekki upp- næmur fyrir smávegis, en annars er mönnum ekki fullkunnugt um, hvað því að lokum veldur, að fæðing byrjar. Hvaö hitt snertir, að konum hætti til að „hafa fram yfir“, þá geri eg ráð fyrir, að svipað sé meö þetta hér og ytra, en erlendu fræöimennirnir telja algengt að 1—2 vikum skakki, en sjaldan meiru. Þannig telur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.