Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 14
ioS LÆKNABLAÐIÐ Vasa-apótek. (Medicine chests and hypodermic pocket cases.) Þegar maður er sóttur langar leiSir til sjúklings, þa ðr þunt að geta ekki trakteraö sjúklinginn á neinu, heldur láta hann bíða eftir meSulunum þang- aö til fylgdarmaöurinn kemur aftur. Þess vegna goft aö hafa dálítiö vasa- apótek, sem hefir inni aö geyma „sína ögnina af hverju“. I Ameríku er al- gengt aö læknar hafi meöferöis „satchels" eða lyfjaskrínur meö mörgum lyfjum — mest tablettum (jæja — lyfkökum), sem þeir geta leyst upp og búið til úr mixtúrur á staönum. Svona satchels eða medecine chests ættu aö verða algengur hjá okkur líka. Firmaö Burroughs Wellcome & Co. í London hefir fjölbreyttar birgöir af þessum tækjum eins og öörum, sem lækna vanhagar um, og geta menn lesið um þetta í vöruskrá hans, sem prentuð er í Medical Diary, en það er vasabók, sem hann gefur út árlega og sendir hverjum lækni, sem hafa vill, auövitaö ókeypis. Og þetta vasa- kver hans er hiö gagnlegasta. Því auk þess, sem í því er mikiö af því, sem hver enskur praktikus þarf aö vita (um. lyf, löggjöf, 'therapi-sjúkdóma, mál og vikt o. s. frv.) er þar góð dagbók til aö skrifa í sjúklinga og skuldir, og svo vöruskráin. Þennan Med. Diary fær hvaða læknir sem er, óöara og hann skrifar eftir honum, og þar er vöruskráin. Eftir henni pantaöi eg mér hypodermic pocket case, sem mér likar rnjög vel. Þar er góö morfín- sprauta, og glös meö leysanlegum tablettum (morfin, apomorfin, chinin, digitalin, strychin, coffein, atropin, hyoscin, ergotinin og ol hyoscinatum á litlum pytlum), og meðfylgjandi glas til aö leysa upp lyfin í og sjúga úr upp í sprautuna. Öllu er laglega komiö fyrir i leöurveski, sem fer vel í jakkavasa. Þetta kostaöi 20 sh., og iðrast eg aldrei eftir þau kaup, því þegar eg veit af þessum instrumenta aö hoc í vasa mínum, þyk- ist eg fær í flestan sjó. STEINCR MATTHIASSON. Læknaskipun í norðurhluta Noregs. Þegar veriö er aö ræða um læknaskipun hjá oss, er ekki ófróðlegt að vita um læknaskipun í noröurhluta Noregs, því þar hagar líkt til og hjá oss. Landið er strjálbygt og aöallega meö ströndum fram. Víðast erfitt yfir- feröar. Ef litið er á þrjú nyrztu ömtin, þá er læknaskipun þannig: Stærð ferkm. íbúar. Héraðsl. Aðrir lækn. Alls. 1. Finnmörk 48,000 33,000 14 3 17 2. Tromsöamt 26,000 74,000 12 9 21 3. Nordlandsamt 38,000 164,000 26 24 50 Samtals 112,000 271,000 52 36 88 Ef miðað er viö íbúatölu amtanna, og héraöslæknar einir taldir, ættu aö vera einir 16 héraöslæknar á íslandi í staö 47. Ef allir læknar eru taldir, ættu læknar að vera hér alls 27, en eru ekki færri en 60.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.