Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ n 7 bile dictu — og sat þó höf. greinarinnar um þá í Lbl. á fundinum. Launa hækkunin kæmi sér án efa bezt fyrir okkur héraðslæknana, en hætt er viS að brytunum, sem eiga að skamta úr landssjóönum þyki Ef. nokkuS kröfu- harSur, enda væri bót aS, þótt minni hækkun væri. Launabót gæti líka orSiS á annan hátt, sem ef til vill þætti aSgengilegri, t. d. hækkun launa meS embættisaldri, eins og þegar er um prestalaun og prófessóra. MeS því mælir m. a. þaS, aS útgjöldin þyngjast á flestum meS árunum, og einkum er menn- ingarkostnaSur barna kemur til. Líka væri vit í, aS launa læknum — og embættismönnum yfir höfuS — eftir verSlagsskrá; skyldu i henni taldar allar helstu nauSsynjavörur, ekki innlendar aS eins, eins og í verSlagsskrám nú, er líka telja ýmsar vörur, sem lítiS eSa ekki er verzlaS meS og fáir nota, heldur einnig útlendar, svo sem kornvara, kol, steinolía, byggingar- efni o. fl. Ætti svo aS virða launaupphæSina viS þaS verSlag sem var, þegar launin voru ákvéSin fyrst, svo framarlega sem þau hefSu getaS talist sanngjörn á þeim tíma. Læknalaun voru t. d. ákveSin 1500 kr. áriS 1875. Eftir verSlagsskránni ættu því laun lækna aS ákvarSast nú þannig, aS kaupmagn þeirra á nauSsynjavöru væri jafnt og kaupmagn 1500 kr. var þaS ár, en þaS má reikna út eftir verzlunarskýrslum og verSlags- skrám frá þeim tíma. Þetta er sá sanngjarnlegasti launamáti, sem unt er aS finna, því aS á þennan hátt geta launin fylgst meS öllum breytingum á verSgildi nauSsynjanna, en eins og nú er, fara launin i raun og veru lækk- andi ár frá ári, þótt þau standi í staS á pappírnum. AnnaS mál er þaS, aS ýmsir erfiSleikar kunna að vera á þessu í íramkvæmdinni, en þeim ættu stjórnmálamennirnir aS geta ráSiS fram úr. Einn er galli á öllum launa- bótum héraSslækna, sá, aS þær geta ekki hjálpaS praktíserandi læknunum, nema aS svo miklu leyti sem þeir verSa héraSslæknar, en þaS verSa margii þeirra fyr eSa síSar, einkum ef kjör héraSslækna yrSu bætt svo, aS þau þættu fýsilegri en aS praktísera í stærstu bæjunum, en annarstaSar verSur tæpast aS ræSa um praktíserandi lækna aS mun fyrst um sinn. — Mjög vafasamt er, aS nokkur bót yrSi aS því fyrir lækna til sveita, þótt tiltekiS væri hámark fyrir læknisverk i gjaldskránni, eins og Ef. leggur til. Meiri hlutinn af praxis til sveita er praxis pauperum, og þolir tæplega mikla hækkun á gjaldskránni frá því sem er, enda má, ef núgildandi gjaldskrá er lágmarksskrá, setja upp hærra er efnamenn eiga i hlut, þótt ekkert hámark 'sé ákveSiS. Dagpeningar lækna eru aftur óhæfilega lágir, þegar kaup óval- inna verkamanna er stundum orðiS alt aS helmingi hærra. — Lögtaksrétt á skuldum mundi ekki skaða aS hafa, en ekki sé eg aS mikiS sé meS því unniS, eitthvert ólag á, ef læknir þyrfti eSa vildi nota hann aS jafnaSi. En eitt er þaS, sem mér sýnist hætt viS aS flestar umbætur á hag lækna- stéttarinnar muni stranda á, þegar til lengdar lætur, og það er læknaf jöldinn. Hvaö mikiS, sem fært þætti aö hækka gjaldskrána eSa greiöa götu lækn- anna aS öSru leyti, mundu ekki allir geta fengiö nóg aS gera til aö lifa af, ef læknum fjölgar svo á næstu árum, sem horfur eru á. Flest læknahéruöin eru skipuö tiltölulega ungum mönnum, og í bæjunum þykir mér trúlegt að þegar sé svo, áskipaS af praktiserandi læknum, sem fært er. Þegar nú þess er gætt, aö flestir héraölæknar til sveita kvarta hástöfum, og ekki aö ástæöulausu, um rýr kjör, þótt þeir séu einir um hituna hver i sínu héraöi og hafi launin til aö styðjast viS, þá má nærri geta, að þar er ekki fleirum lífvænt á praxis, ekki einu sinni einhleypum mönnum, auk heldur kvonguS-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.