Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 8
134 LÆKNABLAÐIÐ er eg vil minnast á, er um Ph. Dan. er aö ræöa. Ph. Dan. er líka Pharma- copoea vor. En þeir, sem hafa samiö hana, og lagt á ráöin, eru danskir há- skólakennarar, læknar og lyfjafræöingar. Og liggur ekki nærri aö álíta, aö þeir hafi að baki sér, — eöa í samræmi viö sig —, danska læknastétt, venjur þeirra og vilja aö nokkru leyti? Að þeirra ráöum (þ. e. höf. Ph.) fer svo stjórnin — vitanlega. En hafa svo ísl. háskólakennarar í læknisfræði, nefnd lækna eöa lyfsalar, verið aö nokkru haföir i ráöum, er hún var gerö íslenzk? Vera má, aö svo hafi verið, en hún var löggilt 1908, áriö áöur en bannlögin komu á, og þá voru vínföng „let tilgængelige“ á landi hér, aö því leyti er þarfir lækna snertir. b. Vín eru ekki talin lyf á sjúkrahúsum erlendis, og sjúklingar látnir borga þau sér. En þau eru þá annaðhvort talin matvara eöa krydd. Segjum, aö vínið sé taliö krydd, þ. e. vínið -f- alkóhol (sem er viðurkent læknislyf). En þaö er heldur ekki taliö einskis vert. Til er, eins og við vitum allir, therapia diaethetica, og hún er ekki svo lítilsverð. Aö minsta kosti fanst Jiirgensen svo, er kendi okkur, að „den diæthetiske Therapi, er den vigtigste af al Therapi“, — en hann er líka sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Og hann taldi „fleira mat en feitt kjöt“, ekki væri svo lítiö komið undir matreiöslunni, borðbúnaöi o. þ. h. (t. d. blóm á borði) —, þetta yki matar- lystina og kæmi manni í gott skap. Já, vér læknar ráðleggjum mat, og yfir- leitt fleira en „lyf“. „Salus aegroti suprema lex medici“, og hver læknir á rétt á þvi, aö ráðleggja sjúklingum sínum alt þaö, er þeim getur oröiö til heilsubóta, svo framarlega sem þeim er þaö til góðs, er á alt er litið. c. Loks er talið, aö ekki sé sýnt, aö í vínföngum séu önnur lækningaefni en alkóhol. Hér kemur nú til greina sumt það, er sagt er hér næst á undan. Blöndurnar eru misjafnlega lystugar og sjúklingum veröur misgott af þeim. Eg skal ekki leggja dóm á þetta af eigin reynslu, en finst rétt að bera alkohol saman viö önnur sterk efni. I Pharm. Dan. eru t. d. 8 járnlyf, sem eru gefin eingöngu vegna járnsins, sem í þeim er, og má öll gefa eins og þau koma fyrir, sum þynt i vatni. En af þeim ættu í raun og veru 2 aö nægja, ef það eitt er haft fyrir augurn, aö sjúkl. taki inn járn, þ. e. pillur (P. Blaud.) og vökvi (einhver af sol. chlor. ferr.). En þrír af þessum 8, að m. k., eru gefin af því, aö sjúkl. veröur betra af þeim í magann, því ekki veröa eplin né eggin talin lyf (í liqv. fer. alb. og extr. pomi ferr.) og enda ekki áfengið í tct. pomi ferrata, svo lítiö sem af því er í hverjum skamti. En liqv. ferri alb. er víst mjög vinsæll hjá oss flestum. Eg læt nú lokið máli minu. Þaö er ekki sagt til þess að prédika skoðun mína — það sæti ekki á mér —, heldur til þess að skýra hana og færa ástæö- ur fyrir henni, í þessu vínfangamáli, er eg ekki gat gert í simskeytinu. 3. sept 1915. ARNI ARNASON. Vátrygging lækna. Út af grein Stgr. M. í aprílblaðinu, sendi eg Lbl. nokkrar línur — til skýringar —, ef vera kynni, aö ritstjórninni og starfsbræörum mínurn úti um land þætti þær nokkurs viröi. Örstuttum tima áöur en eg lagöi af stað heimleiöis frá Kaupmannahöfn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.