Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 12
138 LÆKNABLAÐIÐ Eg er viss um að læknar allir mundu fúsari til þess að gefa slíkar skýrslur en margar aðrar; auk þess mundu þær mjög fróðlegar; ættu þær helzt að koma í Læknablaðinu, því í þeim gæti falist töluverður fróðleikur fyrir lækna innbyrðis. Úr því eg á annað borð er farinn að hreyfa við kjörum lækna, langaði mig til að minnast ögn á launin. Það er til stórskammar fyrir þetta land, hvernig það launar lækna sína, þörfustu embættismenn þjóðarinnar, að allra dómi. Það er ekki farið eins illa með nokkra starfsmenn í þessu landi. Þegar þeir koma fátækir og skuldugir frá námi og þeim veitt embætti, eru þeir fyrst skyldaðir til að leggja á sig enn meiri skuldir. I fyrsta lagi verða þeir að útvega sér verkfæri, sem kosta alt að iooo kr., ef læknirinn á að vera við öllu búinn, en mörg þeirra liggja auðvitað ónotuð árum saman. I öðru lagi verða þeir að fá sér lyf og alt, sem þar til heyrir, sem varla kostar minna en iooo krónur, ef í nokkru lagi á að vera. Svo fá þeir launin — 1500 krónur!! — sem reyndar er klipið af alt að 100 krónum í lífsábyrgð og ellistyrk. Svo koma aukatekjurnar, eftir þessum háa taxta!! 30 aurar um tímann!! Það er aumur 16 ára unglingur, sem nú ekki „frussar" við svo lágu tima- kaupi. í sumum héruðum, einkum kaupstöðunum fjórum, geta aukatekj- urnar verið nokkrar, en í allflestum héruðunum, fara þær naumast fram úr 500 krónum á ári. Allflestir læknar verða að byggja eða kaupa sér hús, og verða þau ávalt dýr, það gerir lyfjabúðin. Fáir komast líklega af með að borga minna en 700—800 krónur af húsinu á ári, — þá er nú litið orðið eftir að lifa á, enda læknar flestir afarskuldugir. Launakjör lækna — laun -)- aukatekjur — eru þannig vaxin, að einhleypur maður getur líklega í flestum héruðuum lifað á þeim skuldlítill. Loks eru eftirlaunin. Þegar læknir hefir verið í embætti í 35 ár, fær hann 1000 kr. á ári. Látum svo vera, að hann þurfi ekki að gefa meira með sér sem hreppsómaga, — en órétturinn er í því fólginn, að þegar eftir- laun lækna eru metin, er ekkert tillit tekið til aukateknanna eins og t. d. hjá sýslumönnum. Hvað eru þeirra aukaekjur rétthærri en aukatekjur lækna? Annars eru eftirlaunalögin sjóðvitlaus. 70 ára sýslumaður t. d. fær m e i r a e n h e 1 m i n g i m e i r i eftirlaun en jafngamall læknir. Símaþjónar, er liafa 6 tíma vinnu á dag, fá launaviðbót, en enginn liugsar um launakjör lækna, þeir verða að svelta kaldir, — sumir húsnæðislausir — í eilífum víxilframlengingum. Læknar landsins þurfa að vera samtaka í að kippa þessu i lag. Eg veit að þjóðin sér eftir mörgum fjárframlögum meir en þeim, sem fara til þess að launa lækna sina svo, aö viðunanlegt megi heita. H. STEFANSSON. Widalsrannsókn. Árni læknir Árnason vekur athygli á því að M e r c k selji vægu verði alt er til hennar þarf, og fylgir fullkominn leiðarvisir um aðferðina. Ann- ars mun flestum læknum þykja hún tafsöm og ekki allskostar handhæg. Þetta veldur þvi, hve lítið hún er notuð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.