Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 16
LÆKNABLAÐIÐ i4á í Mexico finst hvorki lúsin né typhus-exanthematicus, en á hásléttunni er mikiö af hvorutveggju (Prowazek). Nú reyndi Prof. Heymann á margan hátt hvernig takast mætti aö drepa lúsina á sem hægastan og ódýrastan og fötunum óskaölegastan máta. (Eggin eru öllu viökvæmari fyrir hverskonar áhrifum en sjálft dýrið.) 1. Ódýrasta aöferðin en jafnframt sú seinlegasta er aö loka flíkurnar ofan í kistu og láta þær vera þar í þrjár vikur; þá er alt orðiö hungur- moröa, bæði fullorðnu dýrin og úngarnir, sem úr eggjunum skríða. 2. Fljótleg og góð aðferð er aö sjóða þær flíkur, sem það þola, í sóda- vatni, en annan fatnað, sem ekki þolir suðu, má baka í bakaraofni í 4—6 klukkutima; svo aö hitinn verði ekki of mikill og skemmi fötin, er gott ráö að láta hvítan pappír í ofninn meö fötunum og hafa síöan gát á að aldrei hitni svo mikið aö pappírinn gulni, en alt aö því. 3. Brennisteinssýru má nota, en þar til þarf sérstök áhöld. 4. Ætheriskar olíur eru banvænar lúsinni, en bæði dýrt og óhentugt aö nota þær. m. E. F. Oelecker: Die Vewendung der Fersenbeins und der Kniescheibe zur sekundáren Stumpfdeckung nach Amputation wegen Eiterungen. (Zentral- blatt fúr Chirurgie Nr. 27, 1915.) Oelecker er herlæknir. Til þess aö bæta úr þvi hvað einatt er erfitt í stríðinu að koma því við að gera osteoplastiskar amputationir, sökum þess hve infektionin er mikil og oft komin ígerð um allan liminn þegar sjúkl. kernur á spítalann og mest ríður á aö halda öllu sem bezt opnu svo hvergi verði retentio og ekki er að hugsa til að gróið geti pr. pr. intent, — þá hefir hann tekið upp á því að gera svokallaða „treppenförmige amputation". Eigi til dæmis að amputera femur, þá sker hann þvert yfir læriö aftan frá, skilur aö eins eftir holdflipa að framan, sem hann flær frá niður fyrir patella, þannig aö hún fylgi með, heldur svo öllu opnu, tamponerar með gaze en saumar ekkert; þegar svo öll infektion er búin, ef til vill ekki fyr en eftir 3—4 mánuði, og holdflipinn hefir dregið sig mikiö saman, þá skefur hann meö skarpri skeið bæði diaphysis-endann og patella-flötinn og skellir þeim saman, þetta grær. Og stúfarnir reynast eins hagkvæmir og þó osteoplastisk amputation hefði verið gerö strax. Sé um crus-amputation að ræöa, þá tekur hann holdflipann aö aftan- verðu og lætur hluta af calceneus fylgja meö (ad modum Pirogoff). Þessa aöferð álítur Oelecker að megi nota þó taka þurfi alt að helmingi af crus eða femur. Holdflipinn og beinið er furöu lifseigt. M. E. Paul Ehrlich. F. 14. marz 1857. — D. 20. ágúst 1915. Hann byrjaði sem sjúkrahúslæknir og var síöan um nokkur ár aðstoö- arlæknir við „Institut fúr lnfektionskrankheiten“ í Berlin. 1896 var hann settur forstööuniaður fyrir „Kgl. Institut fúr Serumforschung und Serum- prúfung“ í Stylitz nálægt Berlin. Varö þaö brátt of lítið, og var þá reist

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.