Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 18
44 ' LÆICNABLAÐIÖ Fréttir. Reykjavíkurlæknishérað. Júlímán. Varicellæ i, Febris typhoidea 2, An- gina tonsillaris 28, Tracheobronchitis 35, Bronchopneumonia & Bronchitis capill. 9, Influenza 2, Pneumonia crouposa 1, Cholerine &Catarrh. intest. acutus 37, Dysenteria 1, Eryth. nod. 2, Gonorrhoea 5, Syphilis aquisit. c. coitu imp. 1, Tuberculos. pulmon & laryngis 4, Tubercul. aliis locis 4, Echinococcus 1, Scabies 5, Ágústmán. Vari.cellæ 4, Febris rheumatica 1, Scarlatina 4, Erysipelas 3, Angina tonsillaris 32, Tracheobronchitis 45, Bronchopneumonia & Bron- chitis capill 8, Pneumonia crouposa 2, Cholerine & Catarrh. intest. acutus 24, Eryth. nod. 1, Gonorrhoea 9, Ulcus venereum 1, Tuberculos. pulmon & laryngis 5, Echinococcus 3, Scabies 12, Cancer 3, Alcoholismus chron 2, Borgarfjarðarhérað. 1. septbr. Heilsufar hefir verið ágætt í júlí og ágúst. ígerðir, sem annars hafa verið hér svo tíðar á sumrin, eru nú með langminsta móti. Þakka eg það helzt því, hvað fólk er alment farið að hreinsa sár sín með joðáburði. Dalahérað. 31. ág. í júlí og ágúst hefir heilsufar verið fremur gott yfirleitt. Lungnabólga hefir komið fyrir í 2 kvenmönnum. Skarlatssótt kom upp á 3 bæjum, 4 sjúklingar, í Hvannnssveit, í Laxárdal og Miðdölum. ísafjarðarhérað. 19. septbr. Heilsufar gott. Skarlatssótt og cholerine stinga sér niður á stöku stað í Bolungarvík. Blönduósshérað. 19. sept. Heilsufar ágætt, engar farsóttir, eitt hettu- sóttartilfelli liefir héraðslæknir rekist á á Blönduósi, þó veikin virðist fyrir löngu um garö gengin. Siglufjarðarhérað. 20. sept. Ágætt heilsufar. í sumar borið enn meir en áður á gónorrhoea, enda óvanalega margt af aðkomufólki, bæði útlendu og innlendu. Húsavíkurhérað. 21. sept. Almenn heilbrigði, engar farsóttir. Fáskrúðsfjarðarhérað. 13. ág. Heilsufar nú sem stendur gott, en hefir annars verið allkvillasamt, einkum mánuðina apríl—júlí. Mestan usla hefir lungnabólgan gert hér, drepið 6 manneskjur, þar af var einn karlmaður innan 30 ára, hitt eldra fólk, frá 55—80 ára. Berufjarðarhérað. í ágúst engar farsóttir. Vestmannaeyjahérað. 1. sept. Influenza geysar hér. Á nokkrum ungling- um hefir borið á Erythema multiforme; hafa sumir fengið stórar blöðrur á handarbök og framhandleggi og hitaveiki í 1—2 daga. Docentsembættið. í síðasta blaði var þess getiö að neðri deild alþingis hefði ekki viljað stofna docentsembætti það, er læknadeildin hafði æskt eftir. Efri deild tók málið upp að nýju, og skaut inn í fjárlögin fjárveit- ingarheimild i þvi skyni, og gekk það frarn óátalið af neðri deild. Senni- lega hafa neðrideildarmenn kynt sér málið betur í millibilinu og því verið því hlyntir í síðara skiftiö. Um Miðfjarðarhérað sækja Ólafur Gunnarsson í Reykjavík og Björn Jósefsson á Kópaskeri. Ólafur er settur í héraðið frá 1. næsta mánaðar. Prentsmiðjan Rún. — Reykjavík.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.