Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 3
LEIIHBLHÐIÐ i. árgangur. Október 1915. 10. blað. Röntgenslækning á aktinomykosis. (Frá Röntgensstofnun háskólans.) Sjúklingar meö aktinomykosis hafa fram aö allra síðustu tímum átt líf og heilsu einvöröungu undir því, hvernig skurölæknum tækist aö skera í þá, ná burt sveppunum og þeim óheilindum, sem af þeim stafa. Oft og einatt lánast þetta vel, en öllum læknum er þó kunnugt, aö aktino- mykosis getur veriö mjög þrálátur sjúkdómur, sem sjúklingarnir þjást af árum saman. Röntgenslækning viö aktinomykosis er alveg ný, en þó reynd viö einn sjúkling á Röntgensstofnun Háskólans. Sjúkdómssaga hans er á þessa leiö: S. G., sjómaöur, 20 ára gamall. Af heilbrigðu fólki kominn og alt af heilsugóöur þangað til í j a n ú a r 1914. Þá fór aö bólgna upp neöri kjálki vinstra megin og v. kinnin. Hann var sama sem hitalaus, en hafði ónota verk og fór að eiga erfitt meö að opna munninn. í janúarlok 1914 var skoriö í bólguna (á ísafirði) og kom út gröftur. Hálfum mánuöi síöar var aftur skoriö í hann, en þá kom aö eins blóö úr skurðinum. Báöir skuröirnir greru aö mestuleyti, en bólgan minkaöi ekki. Sjúkl. leitaöi svo hingaö til Reykjavíkur og var enn á ný skorö í hann og skafinn burtu holdsauki. 1 greftrinum sáust greinileg aktinomyce s-k o r n. Sjúkl. fór síðan heim til sín á ný, en batnaði þó ekki. Hann haföi stööugt líðandi verk í kjálkanum, var sljór og frá allri vinnu. Bólgan fór sífelt vaxandi. 1 júní 1914 leitaði sjúkl. aftur til Reykjavikur. í þriöja sinn var skorið í bólguna og skafin burtu skemdin (próf. G. Magn.). Fundust þá aftur greinileg alítinomyces-korn. Skuröurinn greri fremur fljótt, en skömmu síðar, í ágúst 1914, komu fistlar á v. kinn og kjálka og hélzt útferö úr þeim síðan. Próf. G. Magnússon mæltist til þess, aö eg reyndi Röntgensgeisla viö sjúklinginn óg varö þaö úr, aö farið var aö reyna geisla viö hann. Þegar sjúkl. koin á Röntgensstofnun Háskólans, þ. 9. n ó v e m b e r 1914, var hann búinn að vera veikur í 10 mánuöi og að mestu leyti alveg frá vinnu. Hann kvaöst eiga erfitt meö aö hreyfa kjálkann og sagöist hafa stööuga þraut í honum, en þó aldrei sára verki. Eins og mynd 1 og 2 sýna, var talsveröur bólgukúfur á v. kinn, niður á kjálka og gat sjúkl'. að eius lokið munninum upp til hálfs. Fistlar voru á ramus mandibulæ, í regio submaxillaris og bak viö v. eyra. Úr þeim kom dálitið af greftri. Bólgukúfurinn var þéttur og deigkendur átöku, alveg áfastur kjálkanum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.