Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 8
iSo LÆKNABLAÐIÐ 1. Abscessus í fasciuskeiöinni á sterno-cleido-mastoid. eöa innan vert við nefndan vööva. (Bezolds mastoid). 2. Abscessus í regio lateral. colli.. 3. Framhvelfdur aftari og efri partur eyrnagangsins. 4. Ofhold í perforations-opinu á hljóöhimnunni. 5. Paresis n. facialis. 6. Stööugur hiti. Schwartzes-operatip eöa uppmeitlun af proc. mastoideus er gerö þannig, (eftir aö búiö er að raka háriö frá eyranu og hreinsa svæðið) aö lagður er bogadreginn skurður samhliöa allri insertio eyrans að aftan verðu, og í c. 1 ctm. fjarlægð frá því, niöur á endann á proc. mastoideus, gegn- um linu partana og beinhimnuna. Beinhimnan er skafin af, fram á við svo langt, aö maður sér aftari röndina á porus acustic externus og aftur á við aö takmörkunum á proc. mastoid. Ef fistill hefir verið, þá fylgir maður honum auðvitað inn í antrum. Sá partur af yfirboröinu á proc. mastoid., sem svarar til antrum, er fovea mastoid., sem að ofan takmarkast af linea temporalis og að framan af aftari-efri-eyrnagangsvegg með spina supra meatum. Maður áttar sig því bezt á, hvar á að finna antrum með því að gefa gætur að spina supra—meatum; því botninn á antrum liggur lítið eitt neðar en „hori- sontalplan" lagt gegn um spina. Þegar meitlað er gegn um proc. mastoid., finnur maður oft að cellulae mastoid. eru töluvert stærri en eðlilegt er, fyltar af greftri og ofholdi, svo hægt er að villast á þeim og antrum, ef sárið er ekki iðulega kannað; þvi þegar búið er að opna antrum, á áð vera hægt að fara með kanna gegn um aditus að antrum inn i hljóð- holið (cav. tympani) og þá fyrst er tilganginum náð með aðgerðinni. Því næst skefur maður eða meitlar burtu alt alt skemt bein og ofhold, leggur einn eða tvo sauma efst í sárið og fyllir holuna með xeroform- gaze. Skiftir á sjúklingnum eftir 4—5 daga og svo annanhvorn dag úr því þangað til útferðin er hætt og sárið gróið. Kjúkrunarmálið. Tveir læknar hafa gert það að umtalsefni hér í blaöinu, þeir Árni Árna- son og Gunnl. Claessen. Árni læknir benti á nauðsyn þess, að kostur væri á góðum hjúkrunarstúlkum til sveita, vildi að yfirsetukonum væri kend hjúkrun, en auk þess sem flestum öðrum stúlkum, þó ekki væri að tala um nema stutt námsskeið. Gunnl. Claessen taldi varasamt, að yfirsetukonur fengjust. við hjúkrun, og vil eg fúslega kannast við, að af þvi mundi nokkur hætta stafa, þó ekki væri annað en að yfirsetukona skifti daglega umbúðum á manni með einfaldri ígerð. Ófullkomið hjúkrunarnám taldi hann að myndi verða kák eitt og yrði þvi þetta mál að bíða þess tima að landsspítali kæmist á fót.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.