Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 12
154 LÆKNABLAÐIÐ varS helzt landlæknir G. Björnssojj, og skal síSar skýrt frá afstöSu hans til málsins. Ekki hafSi þessi yfirlýsing, undirrituS af 14 læknum (gat þó GuSm. landlæknir Björnsson þess, aS meSal þeirra væru sumir merkari læknar landsins), meiri áhrif en svo, aS tillagan var feld meS eins atkvæSis mun. Þingm. Karl Finnbogason sagSi í ræSu sinni: „Eg álít aS þaS sé var- hugavert aS banna nokkrum lækni aS nota nokkurt lyf, sem hann sjálfur telur sig eiga aS nota, en þar fyrir er eg ekki ánægSur meS breytingartillögu þingmanns Strandamanna, hún felur í sér bann, ætlast til aS nokkrar ákveSnar víntegundir verSi lögboSnar en aSrar útilokaSar.“ Hann kveSst þvi viS þriSju umræSu málsins ætla sér aS koma fram meS, breytingartillögu, sem gangi í sömu átt og samþykt læknafélagsins. 18. ág. 1915 kom svo breytingartillagan fram á þingskj. 377: „ViS frv. til laga um viSauka og breyting á lögum nr. 44, 30. júli 1909, um aS- flutningsbann á áfengi, bætist ný grein, sem verSur fyrsta gr. svolátandi: „Heimilt skal stjórnanda eða eiganda iðnaSarfyrirtækis, efnarannsóknarstofu, nátt- úrugripasafna eða annara slíkra stofnana, aS flytja frá útlöndum vínanda og annað áfengi til iðnþarfa og verklegra nota í stofnuninni. Svo skal og heimilt, að flytja til landsins vinanda þann og annað áfengi, sem læknar telja nauðsynlegt til lækninga. Enn skal smáskamtalæknum heimilt, að flytja frá útlöndum smáskamtalyf með vín- anda í, ef pöntun þeirra fylgja meðmæli hlutaðeigandi lögreglustj óra og sóknarprests. Að lokum skal próföstum þjóðkirkjunnar og forstöðumönnum annara kirkjudeilda heimilt að láta flytja frá útlöndum messuvin, er nauðsynlegt sé til altarisgöngu, þó í því sé meira af vínanda, en pct. að rúmmáli." Því hafðí verið slegið fram í umræðunum um tillögu Magnúsar Péturs- sonar, að þótt þessir 14 læknar í Reykjavík væru samþyktinni sammála, þá mætti telja eins líklegt að flestir læknar út um landið mundu fylgja landlækni að málum. Til þess nú að ganga úr skugga um þetta, þá símaði eg fyrir hönd Magnúsar Péturssonar til allra lækna, sem til náðist í sím- anum, og leitaði álits þeirra um samþykt læknafélags Reykjavíkur. Þessir voru sammála: Andrés Fjeldsted, Árni Árnason, Ásgeir Blöndal, Davíð Sch. Thor- steinsson, Friðjón Jensson, Georg Georgsson, Guðm. Guðfinnsson, Guðm. Ásmundsson, Guðm. Hallgrímsson, Guðm. Thoroddsen, Gunnlaugur Þor- steinsson, Halldór Gunnlaugsson, Halldór Steinsson, Helgi Guðmundsson, Jónas Kristjánsson, Konráð Konráðsson, Magnús Jóhannsson, Ól. Finsen, Ól. Thorlacius, Pj. Thoroddsen, Sigurjón Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Vald. Steffensen, Þorbjörn Þórðarson, Þórður Pálsson, Þorgr. Þórðarson. Ósammála voru: Gísli Pétursson, Sigurður Hjörleifsson og Sigurður Magnússon á Pat- reksfirði. Tveir læknar vildu fá vissar víntegundir inn á lyfjaskrána, það voru Jón Jónsson (Portvín, Sherry) og Steingr. Matthiasson (Portvín, Sherry, Rauðvín, Cognac). Svar Ingólfs Gíslasonar var óákveðið og kom það af því, samkv. bréfi, er eg síðan hef fengið frá honum, að símskeytið var afbakað, þar stóð: „er það álitur gagnlegt" (þ. e. Læknafélagið), í staðinn fyrir: „er þeir álíta“ (þ. e. læknarnir), svo óhætt má telja hann fyllilega sammála. Eftir þessu að dæma, virðist læknastéttin vera nokkurn veginn einhuga og sammála í þessu atriði, því gera má ráö fyrir, að hlutfallslega mundi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.