Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 3
IIKDHBI i. árgangur. Nóvember 1915. 11. blað. Graviditas extra-uterina. I. Ruptura tubae gravidae. Laparotomia. Sanatio. Steingrímur Matthíasson skrifar um þetta efni i septemberblaði Lbl., og skal eg bæta við einni sjúkdómssögu sama efnis en nokkuð frábrugð- inni, að því er snertir diagnosis og ástæður ýmsar. V-para, 33 ára; fæddi siðast fyrir 10 árum síðan; aldrei abortérað. Mín var vitjað til hennar 2. ág. 1915. Hún hafði þá mist talsvert blóð pr. vaginam, hafði mikla blóðverki og voru þá liðnar 7 vikur frá síðasta blóðmissi — annars ávalt rite menstruata. Diagnosis: Abortus imminens. Rp. Opium -þ mixt. acida secalina etc. Blóðmissirinn hætti fljótt, en verkir voru viðloðandi næstu daga, — að visu miklu minni —, en líkastir blóðverkjum (veagtige sm.). 12. ág. Exploratio vaginalis: Uterus stór, laus, portio mjúk, deigkend. Eymsli og défence musculaire neðan til vinstra megin í abdomen, og þar finnur hún mest til í blóöverkjaköstunum, sem hún fær enn stöku sinnum. Vegna eymsla og fitu (hún er 86 kg.) er ekki unt að finna annað við- víkjandi uterus og adnexa á henni vakandi. Henni batnaði talsvert og var á fótum i nokkra daga; gat þó sjaldan á heilli sér tekið, fékk verkjaköst, stundum með ógleöi og svima og varð að leggjast aftur, en sagði, aö hún hefði oft áður verið þessu lik fyrri hluta meðgöngutímans. Diagnosis: Graviditas -þ salpingitis eða graviditas extra-uterina. 8. sept Skyndilega collaps eftir verkjakast. Þegar eg kom var puls 130 minimal, varir fölar, greinileg deyfing neðan til í abdomen og út til hliðanna. Nú voru öll tvimæli tekin af viðvíkjandi diagnosis, en hvað átti að gera? Konan lá á heimili sínu; sjúkrahúsið (frakkneska) löngu lokað vegna stríðsins, enda sjúklingurinn ekki flutningsfær — allra sízt út um háan glugga, eða niður brattan stiga — og um annað var ekki að ræða. Ergo: Exspectatio, opium, vesica glacialis, mjólk og vatn (ekki saltvatns- injectio eða analeptica). Puls lagaðist, verkir hurfu, deyfing minkaði og roði færðist í kinnar næstu daga. Hiti upp að 38,5 (resorptio?). Við og við svart og úldið blóð með trefjum (decidua) pr. vaginam. Eg áleit konuna jafnt sem áður í hættu stadda, liklegt aö hreyfing eða hægðir gæti orsakað blóðrás að nýju, varð því að láta Mahómet koma til fjallsins, þ. e. skurðarborð spítalans til hennar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.