Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 6
164 LÆKNABLAÐIÐ skrifaö var til Noregs eftir samþykt norska Læknafélagsins,* aS nokkru leyti af því, aö Guöm. Hannesson var bundinn viS þingstörf í sumar. — Þ. 8. nóv voru tillögur nefndarinnar lagöar fyrir Læknafél. Rvk., ræddar þar og samþyktar meS nokkrum breytingum. Eru þær prentaSar hér meS breytingum þeim, sem félagiö samþykti. Er svo til ætlast, aS stéttarbræSur vorir athugi þær vandlega, geri þær breytingartillögur, sem þeir hyggja til l)óta, og sendi þær formanni Læknafél. Rvk. (GuSm. Magnússyni) innan þriggja mánaSa frá útkomu þessa blaSs. VerSa þá allar bréytingatillögur prentaSar í Lbl., og greiSi síSan utanfélagsmenn (læknar úti um landiS) skriflega atkvæSi um þær, en meSlimir Læknafél Rvk. á fundi. Afl atkvæSa (allra lækna, er atkvæöi greiSa) ráöi úrslitum, og gildi svo reglurnar fyrir alla lækna landsins. Um flestar greinar tillaganna veröur aö líkindum lítill ágreiningur. 5. og 6. gr. er í samræmi viS þaS sem tíökast ytra, en greinar þessar taka aö sjálf- sögöu einkum til lækna í Rvk., og annarstaSar, þar sem læknar eru fleiri en einn á sama staS. Þar eru slík ákvæSi nauösynleg. ViSbúiS er, aö ýmsum þyki ákvæSi g. greinar helzt til rúm. Eftir henm er læknum leyft aS setjast aö hvar sem þeim sýnist meö litlum takmörkun- um, sem þó ná ekki lengra, en aS dráttur getur oröiS á því i eitt ár, aö læknir setji sig niöur þar sem honum lízt. Er þaö auösætt, aS á þennan hátt getur vel fariS svo, aö tveir veröi læknar í héraöi, sem ekki gerir betur en aS framfleyta einum, aS nýi læknirinn getur sezt aS á sama staS og sá sem fyrir er. Nefndinni duldist þaS ekki, aS ýms vandræSi geta af þessu stafaS, en sá ekki annan veg til þess aS bæta úr því, en aS deilumál mætti leggja undir geröardóm. Ungu læknarnir, sem próf hafa tekiö, hafa meS því fengiö veniam practicandi, sem ekki veröur af þeim tekin. Komiö gat til tals aS binda aösetursleyfi viS ákveöinn fólksfjölda í héruöunum, leyfa aS eins embættislausum læknum aö starfa í stærstu hjer- uSunurn, sem geta l)oriS tvo lækna. AS vísu sýnist þetta sanngjarnt, en eigi nú t. d. ungi læknirinn góöa jörS í litlu læknishéraSi og vilji setjast þar aö sem bóndi, þá sýnist hart aö banna honum aS fást viö nokkrar lækningar, og tæpast framkvæmanlegt. Aftur eru öll líkindi til þess, aS embættislausu læknarnir setjist venjulega aö í stærstu héruSunum, sem gefa meira í aöra hönd, svo takmörkin i þessa átt myndu aldrei rniklu breyta. Hin takmörkunin, aS nýi læknirinn skuli ekki setjast aS á sama staS og sá sem fyrir er, lægi ef til vill nær. Þó er hún varhugaverö. ÞaS væri t. d. ekki ósennilegt, aö Vestmannaeyjar yxu svo, aö þar gætu tveir læknar lifaö, en hvar sem nýr læknir settist þar aö, yröi naumlega annaö sagt, en aö hann settist aS á sama staS og fyrri læknirinn. AS öllu athuguöu treystist nefndin ekki setja önnur skilyröi en þau, sem talin eru í 9. gr. og Lfél. heldur ekki. Kenmr þá til geröardóms aS skera úr öllurn ágreiningi út úr búsetu lækna. GerSardómur er eitt af meginatriöum í reglunum. Vonandi þarf ekki oft á honum aö halda, en vel getur þaö komiö fyrir, aö til hans þurfi aS grípa. * Generalsekretær norska læknafélagsins, Rs. Hansson, sýndi l>á velvild aS gefa itarlegar upplýsingar um þetta, og þakkar nefndin honum fyrir það. Auk þess sem norsku og dönsku samþyktirnar voru hafSar til hliðsjónar, var farið eftir codex ethicus, sem saminn var og sendur læknum er stofna átt-i hið „íslenzka læknafélag" 1896.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.