Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 166 6. gr. Ef sjúkl., læknir hans, eSa þeir sem aö sjúkl. standa, óska aS annar læknir sé sóttur til samráSa meS þeim lækni, sem hefir sjúkl. undir hendi, þá skulu læknarnir, aS lokinni rannsókn, bera ráS sín saman í einrúmi. Sá læknir, sem hefir haft sjúkl. undir hendi, fyrirskipar siSan þaS, sem lækn- unum hefir komiS saman um. Geti þeir ekki orSiS á eitt sáttir, skulu þeir hvor um sig, í viSurvist hins, setja skoSanir sínar fram fyrir sjúkj, eSa þeim sem aS honum standa, og kjósa þeir. þá um, hvor læknjrinn skuli halda lækningunni áfram. Ef sá læknir, sem hefir stundaS sjúkl. kemur ekki til viStals viS hinn aSfengna, skal hann ráSleggja þaS, eSa breyta svo til um meSferS sjúkl., sem honum virSist bera brýn nauSsyn til, en vitja sjúkl. ekki oftar, nema eftir samkomulagi viS hinn, sem fyrst stundaSi hann. Lækni þeim, sem sóttur er, ber borgun fyrir starf sitt. 7. gr. Ef læknir getur ekki gegnt störfum sínum vegna ferSalags, sem hann ekki fær sérstaka borgun fyrir, eSa sjúkleika, skulu nágrannalækn- arnir, ef kringumstæSur leyfa, gegna störfum hans, honum aS kostnaSar- lausu í einn mánuS eSa, ef um sjúkleik eir að ræSa i tvo mánuSi, nema læknir auglýsi sjálfur, aS hann hafi fengiS ákveSinn lækni til þess. Fyrir þessi störf sín mega læknar ekki krefja þá sjúklinga um borgun, sem hafa samiS viS lækni um læknishjálp, eSa hann er húslæknir fyrir, nema þeir eigi heima lengra frá heimili læknisins en eina mílu, eSa ef um meiri háttar operation er aS ræSa, en þiggja mega þeir endurgjald ef þeim er boSiS. Sé læknir sóttur til sjúklings, vegna þess aS hinn fasti læknir sjúkl. sé ekki viSlátinn í svip, þá ber honum borgun fyrir þá læknishjálp. 8. gr. Allir læknar, konur þeirra, ekkjur og ófullveSja börn skulu hafa rétt til þess, aS njóta ókeypis læknishjálpar hjá hverjum þeim lækni sem þeir óska. Þó skal ekki krefjast ókeypis læknishjálpar, ef læknir er sóttur um langan veg, og heimilt er lækni aS þiggja eitthvert endurgjald, ef sá sem hjálpar nýtur, krefst þess, einkum ef fátækur læknir á í hlut gagn- vart efnuSum. 9. gr. Heimilt er embættislausum læknum aö setjast aS hvar sem vera skal. Hafi læknir gegnt aSstoSarlæknisstörfum fyrir annan, veriS staS- göngumaSur hans (amanuensis) eSa settur í héraSiS áSur en þaS var veitt, þá skal hann ekki setjast þar aS sem læknir, fyr en aS minsta kosti eitt ár er liSiS frá því aS hann dvaldi þar. ForSast skal hann og aS rýra á nokkurn hátt álit læknis þess, er hann starfaSi fyrir. Skylt er lækni, sem ætlar aS setjast aS í héraSi annars læknis eSa lækna, aS skýra þeim frá fyrirætlun sinni, og tala viS þá svo fljótt sem því verSur viS komiö. Heimilt er læknum þeim, sem fyrir eru, aS skjóta máli’nu til geröardóms, ef sérstakar ástæSur eru fyrir hendi, sem orka tvímælis um þaS, aS búseta nýja læknisins sé i samræmi viö drengilega framkomu milli lækna. 10. gr. Ágreiningi um læknamál milli lækna, sem eigi verSur jafnaSur á annan hátt, skal skjóta til gerSardóms. í geröardómi sitja 5 menn. Einn kýs læknadeild Háskólans, annan Læknafélag Reykjavíkur. Þessir menn eru kosnir til tveggja ára. Land- læknir er hinn þriSji. Hann er formaSur dómsins. Þá kýs hver málspartur einn lækni úr flokki þeirra, er hafa undirskrifaö reglur þessar. Læknafélag Reykjavíkur og læknadeild Háskólans kjósa tvo varamenn í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.