Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 167 geröardóm til tveggja ára. Þeir taka sæti í dómnum, ef dórnara er rutt eöa hann er forfallaður. Allar kærur og erindi til geröardóms sendist formanni. Fari annarhvor málspartur fram á það, hefir hann rétt til að ryöja einum hinna föstu dómenda úr dónmum. Tekur þá sá varamaður sæti í hans staö, er dómurinn kveður til þess. Gérðardómur hefur rétt til þess að stefna báöum málspörtum fyrir sig. Þeir geta ög krafist þess að þaö sé gert. Ferðir sinar kosta þeir sjálfir, svo og þeirra dómenda, sem þeir hafa kosiö, ef þeir búa utan Reykjavíkur. Geröardómur hefir rétt til að vísa þeirn málum frá sér, sein hann telur að leggja skuli fyrir dómstóla. Hann skal hafa lagt dóm á hvert mál, er hann tekur til meðferðar, innan misseris frá þvi málspartar höföu kosiö dómendur. Nú kýs annar málspartur engan í dóm, og skulu þá hinir dómendur til- nefna dómara fyrir hans hönd. Allir, sem ritað hafa undir reglur þessar, skulu skyldir að hlýta úrskuröi gerðardóms. Um sveitahjúkrun og umbætur á henni. I ágústblaöi Læknablaðsins skrifaði eg nokkrar línur um þetta mál, og vonaðist til þess, að stéttarbræðurnir úti unr land tækju það til umræðu. Ætlaði eg að bíða þess tíma, en í septemberblaðinu hefir kollega Gunn- laugur Claessen gert nokkrar athugasemdir við greinarkornið, og þykist eg því þurfa að fara nokkrum fleiri orðurn um hugsun mína. G. Cl. hefir meö þessu sýnt áhuga sinn á málinu, og er eg honum að því leyti þakk- látur. En eftir að eg hefi lesið þessar athugasemdir, sé eg, að á grein minni var a. m. k. einn galli, sá, að eg hefi verið of stuttorður. En það er að nokkru leyti afsakanlegt. Mér fanst málið liggja svo í augunr uppi og var svo sann- færður um, að allir héraöslæknar mundu skilja mig (og eg hefi ekki skift um þá skoöun), að mér fanst eg ekki þurfa aö gera annað en að brjóta upp á því. Eg hugsaði sem svo : Sat sapienti. Til skýringar máli mínu byrja eg á því, aö telja upp það, sem heimtað er af læröum hjúkrunarkonum (sem G. Cl. líka var.byrjaður á) og skifti því í þrjá flokka. 1. fbokkur. Almenn framkoma viö sjúkl. (m. a. að vera „mjúk- hentur“), hreinlæti á sjálfum sér og sjúkl., hafa fataskifti á sjúkl og búa um þá, láta sjúkl. liggja á ákveðinn hátt (t. d. elevatio), varna decubitus, lyfta sjúkl. upp og bera þá, sjá um alnrent bað, stunda sjúkl. um máltíðir, sjá um hreinlæti á rnunni þeirra og tönnum, athuga sjúkl. alment, mæla sótthita, telja æðaslögin, athuga og telja andardrátt, aögæta þvag, saur og uppgang, gefa sjúkl. meðul innvortis og útvortis, sjá um innöndun gufu, hálsskolanir o. þ. h., leggja á bakstra, kalda og heita, nota heita þurlikanri, framkvæma svitabað, aðstoöa viö algengar rannsóknir, kunna handaþvott (bursta og naglhr.).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.