Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 10
i68 LÆKNABLAÐIÐ 2. f 1 o k k u r. a. AS þekkja aöalatriðin i meöferS sára og gróSri, sjá um sérstök böS og þegar sérstaklega stendur á, aS fylla út „febertöflur" og gefa lækni daglega skýrslu, gera inject. subkut., irrigationes,* gefa klysmata, sjúkraþvott og skvettur, kaldar hjúpanir, strokur, nota ísskjóSu, brenniplástra og -bakstra, blóSkollur, þekkja alg. antiseptica og notkun j)eirra, sótthreinsun meS suSu og bera skyn á grundvallaratriSin í anti- septik og aseptik og muninn á ])eim i framkvæmdinni, aSstoSa viS svæfingu, framkvæma algenga undirbúninginn undir handlæknisaSgerS í heimahús- um, hafa gætur á föstum umbúSum og event. laga þær. b. BráSabirgSarhjálp og fyrsta hjúkrun viS slys (aS stöSva blóSrás í bráð o. s. frv.), athugun og lýsing J)eirra, gera respir. artificialis, leggja bindi og einfaldar bráSabirgSarumbúðir viS sár, spelkur o. þ. h., taka eftir helztu sjúkdómseinkennum (einkum hinum alvarlegri) og lýsa þeim, bráSa- birgSarhjúkrun j)eirra sjúklinga, skrifa sjúkdómslýsingar, er séu góðar af leikmanna hálfu. 3. f 1 o k k u r. Þekkja flesta drætti í anatomi og fysiologi, vita „theo- retist" deili á sóttkveikjum og smitunarháttum, j)ekkja útbúnaS sjúkrahúsa (-herb. og -rúma, hirSing þeirra), aS búa til sjúkramat og sérstakar matar- og drykkjarteg., framkv. sjúkranudd (aS meira eSa minna leyti), loftböS, gufuböS o. s. frv., aSstoSa viS asept. operatio, sterilisera í ofnum o. þ. h., undirbúa og aSstoSa í skurSarstofu á sjúkrahúsi og stýra svæfingu. Einstöku atriðum er slept, og þess utan eru sérstakar tegundir hjúkrunar (t. d. hjúkrun sóttveikra, ungbarna og geSveikra), þar sem ýms sérstök at- riSi koma til greina. í fyrsta flokknum eru algengustu störfin, sem hver maSur ])arf aS kunna, er hjúkrar sjúkling, og í 2. flokki eru þau önnur hjúkrunarstörf, sem nauSsynlegt er, aS hjúkrunarfólk til sveita kunni öll. Af þeim eu sum al- menn hjúkrunaratriSi (flest undir a), en önnur eru hjálp i viSlögum og vandlærSari (undir b). Flest eSa öll þessi verk (í 2. fl.) verSur læknir aS kenna, en mörg á hjúkrunarfólkiS aS J)ekkja svo vel, aS ekki valdi kensl- an lækni mjög mikillar fyrirhafnar. í 3. flokknum eru J)au atriSi, er koma flest aSallega til greina á sjúkrahúsum. Annars má auSvitaS alt af deila um takmörk ílokka ])essara. Til sveita hér á landi verSa fullkomnar hjúkrunarkonur** aS kunna vel fyrst og fremst þau verk, sem talin eru undir 1. og 2. flokki (þar sem ekki eru sjúkrahús). Nú kem eg aS aSalhugsun greinar minnar (fyrri), sem var orSuS á þá leiS, aS nauSsynlegt væri,- aS sem flestu ungu fólki væri gefinn kostur á námi í hjúkrun, og væri lítiS betra en ekkert.*** Til sveita hér á landi mun þaS víSast svo, aS nærri engir kunna aS * Það má vel takast a'ð kenna konum að nota sjálfar vaginal-douche, þótt ólærðar séu. ** f grein minni nefndi eg raunar hjúkrunarfólk, en ekki hefi eg á móti þvi, að kon- um sé skipað í öndvegið i þessu efrii. *** Þetta var aðalefnið en ekki auðkenda málsgreinin, sem mér og ekki virðist þurfa að misskilja. f þeirri málsgrein var bent á takmarkið, sem keppa á að, en fáir munu láta sér í hug koma, að því verði náð með þessum byrjunarframkvæmdum ein- um saman. — Það sem okkur G. Cl. skilur á um, virðist vera það, að hann vill annað- hvort láta lærðar og vanar hjúkrunarkonur stunda sjúkl., eða alls ófræddar konur að öðrum kosti. Tertium non datur. En eg vil telja aðalatriðin til alþýðumentunar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.