Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 169 hjúkra. Heimilin eru auðvitaö misjöfn, en víða eru til „greindar og ábyggi- legar, en ólæröar konur“. Ef læknir á að kenna hverri konu allar þær al- mennu og sérstöku reglur, munnlega og í verki, sem taldar eru undir 1. fl. og sumar af 2. fl. eftir því, sem þarf í þann svipinn, þá er það oft ærin fyrirhöfn; stundum hefir læknir misjafnan tíma til þessa og getur enda verið misjafnlega fyrir kallaður. En þetta er þó stundum ekki frágangs- sök, og eg hygg, að læknar hafi t. d. orðið að menta sjálfir hjúkrunarkonur við sum sjúkraskýlin. En þar eð starfið er vandlært, er hætta á því, að fræðsla i eitt skifti (i heimahúsum) komi ekki að verulegu haldi, til þess þarf nokkurn tíma undir stöðugri umsjón. Ef hins vegar á að bíða eftir því, að hugsaður hjúkrunarskóli og landsspítali sendi nógu margar hjúkr- unarkonur út um landið, þá verður biðin sennilega löng. lif gert er ráð fyrir að eins einni í livern hrepp, eða alls um 200, og ef skólinn sendi út 10 árlega að meðaltali fyrstu árin, þá þyrfti.til þess 20 ár — frá stofnun skólans. En þetta yrðu þó of fáar hjúkrunarkonur, til þess, að koma að verulega almennu haldi. Og enginn má halda, að lærðu hjúkrunarkonurnar færu flestar út í sveitirnar í bráð, því að um kjörin myndi nokkuð mega ráða af kjörum yfirsetukvenna, en til þess að verða fullkomlega lærð og vön hjúkrunarkona við sjúkraskýli, þarf langan tíma.* En með því ættu að fást lærðar hjúkrunarkonur við sjúkraskýlin, sem upp munu rísa og þau fáu, sem nú eru. Vegna þess hugsa eg mér, að byrjað yrði þannig, a ö sem a 1 1 r a- f 1 e s t' u (ungu) fólki (aöallega kvenfólki) sé gefinn kostur á, að kynna sér verklega aðalatriðin í hjúkrun, einkum þau, sem nefnd eru í 1. fl., og sjá og kynnast þeim vandasamari (2. fl.) eftir þvi sem ástæöur leyfa, fái sjálft að taka þátt i almennu, daglegu störfunum. Ávinningurinn er sá, aö þetta fólk yrði lagnara á að hlynna að sjúklingum, það skildi betur almennar fyrirskipanir læknis og það væri því hægra fyrir lækni að fræða það um meðferð sjúklinga, líka i þeim tilfellum, er hann þarfnast sérstakrar að- stoðar á heimilum. En þetta á ekki og má ekki skoða sem hjúkrunarnám í venjulegum skilningi, og það má ekki álíta það, eða kenna því að álíta sig ,,lært“ hjúkrunarfólk. Og er læknum er þetta ljóst, þá get eg ekki skilið, hvers vegna greint og ábyggilegt fólk yrði með þessu heimskara og óábyggilegra. „Hjúkrunarkona“, sem er fúskari, er hættuleg af því, að hún treystir sjálfri sér of vel, og læknar og sjúklingar treysta henni of vel. Eins og eg hef áður getið, eru yfirsetukonur í mörgum (flestum?) hrepp- um einu konurnar, sem fengið hafa nokkra mentun í meðferö sjúklinga, og þótt það sé að sérstöku leyti, þá hafa þær einmitt lært grundvallaratriðin betur en annað alþýðufólk. Og þær hafa líka venjulega tíma til þess að hjálpa, þar sem yfirsetukona til sveita hefur að jafnaði 6—10 fæðingum að gegna á ári.** Þar sem þær nú hafa kynst undirstöðuatriðunum, ætti viðbót, bókleg og verkleg, að koma að haldi, þótt á stuttum tima væri. En. * Um þetta munu allir sammála G. Cl., en hins vegar verður ekki séð, hvaða ástæða var til þess að taka það sérstaklega fram á þeim -stað. ** Þannig er það í þessu héraði, og mun koma nokkurnveginn heim við tölu fæðinga og tölu ljósmæðra utan Reykjavíkur. Það mun vera misjafnt í ýmsum bygðar- lögum og eins hitt hve oft er leitað til þeirra um hjúkrun.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.