Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 171 Akureyri, ísafjöröur, Hafnarfjöröur, Seyðisfjöröur, Bolungarvik, Akranes, Vestmannaeyjar, Eyrarbakki, Stokkseyri, Húsavík, Stykkis- hólmur, Nes í Noröfiröi, Ólafsvík, Patreksfjöröur, Sauðárkrókur, Keflavík, Eskifjöröur, Siglufjöröur, Hjallasandur, Búöir (Fáskrúös- firði), Þingeyri. Spurningarnar eru þessar: 1. Er gott landrými umhverfis bæinn, svo til frambúðar sé fyrir fiskireiti, tún og garða o. fl. ef bærinn yxi að mun? — Hverjir eiga landið (bæjarstæði og landið umhverfis) ? — Er góður vatnshalli á bæjarstæðinu ? — Er það þurt og þrifalegt? — Er auðvelt að grafa þar niður neðanjarðarpipur niður fyrir frost (klappir, vatnsuppgangur) ? — Hve dýr er fermetri (eða alin) í beztu húsastæðum? 2. Hvernig er götum og húsum skipað i bænum? (Ef u p p d r á 11 u r er til af bænum, væri m j ö g æ s k i 1 e g t að fá einfalt afrit af honurn á gegnsæum pappír. Mæli- kvarði uppdráttins þarf að sjást og hallalínur ef þær eru. Helztu byggingarnar: kirkja, skóli, samkomuhús, ættu að vera merktar. Ef enginn uppdráttur er til, væri betra en ekki að fá lauslegt risp, sem sýndi aðalgötur og höfn. — Er til lagleg ljósinynd af hænum, sem sýnir hann eins og hann er nú? 3. Er föstum reglum fylgt um götulagningar, húsaskipun og önnur mannvirki? — Hver hefir eftirlit með sliku? — Er til áætlun og uppdráttur um húsa- og götu- skipun er bærinn vex? 4. Breidd aðalgatna frá húsi til húss? — Breidd mjóstu gatna? — Eru svo brattar götur, að erfitt sé eftir þeim að fara með hlaðna vagna? 5. Hve langt er að jafnaði milli tveggja samhliða gatna? — Hvað minst? — Hvað mest? 6. Hvernig eru vatnsbólin? — Er vatn gott og nægilegt? — Eru brunnar steinlímdir og þéttlokaðir að ofan? — Eru dælur í þeim eða brunnfötur? — Er vatni veitt í pípum inn í húsin? — Hvenær kemst það á? — Hvc hár er vatnsskatturinn? 7. Hvernig er fráræslan? (Opnar moldarrennur, opnar steinlímdar rennur eða neðan- jarðarpipur? Hvenær komst fráræsla á i neðanjarðarpípum?) 8. Hvað er gert af sorpi? — Eru sorpkassar við húsin? — Hver annast burtflutning sorps? (húsráðendur? bærinn?) — Hversu er farið með slor og slóg? 9. Eru salerni sæmileg og hirðing þeirra? — Eru hlandforir í bænum? — Hvað er gert af kamramykju? — Eru þarfindahús fyrir almenning? 10. Hvar eru slátrunarhús i bænum. Vatn þeirra og frárensli? — Eru þau útbúin með áhöldum til þess að verkamcnn þvoi sér um hendurnar? 11. Hve margar fjölskyldur búa í 1, 2, 3, 4 eða fleiri herbergjum sem hita má? (Eldhús ekki talið með, en þcss sérstaklega getið, ef eldað er inni í íbúðarherbergi.) — Hve margar í kjöllurum? 12. Hver er húsaleiga að jafnaði fyrir meðalíbúð (3 íbúðarherbergi, cldhús og geymsla) ? 13. Eru opin svæði í bænum eða þeim ætlað pláss (líkt og Austurvöllur í Reykjavík), leiksvæði fyrir börn eða iþróttamenn? 14. Hvar cru reitir til fiskþurkunar? — Útaf fyrir sig, utan bæjarins eða innan um húsin? — Hvar er lýsis- eða síldarbræðslan? 15. Hvernig hefir heilbrigði bæjarbúa verið síðustu árin eða áratuginn? •— Hve margir hafa á ári hverju sýkst þar af taugaveiki síðan 1901 (eða síðan læknir kom i héraðið) ? 16. Er bærinn sérstakur hreppur? — Er til heilbrigðissamþykt? — Er hún vel haldin? — Er til byggingarsamjiykt og bygginganefnd ? Svöriii hefði eg þurft aö fá í vetur ef mögulegt væri, helzt sem fyrst. GUÐM. IiANNESSON.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.