Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 182 kostar vel, og hann kannske gengur til vinnu sinnar án þess aö veröa mikiö um þaö, en svo, venjulega um nótt, upp úr svefni, fær hann svo til- tölulega þungt kast af angina pectoris, eöa ef minna kveöur að, asthma cardiacum, sem sýnir, aö cor er insufficient. Þaö er því áríðandi, þegar sjúkl. koma með sínar fyrstu kvartanir, þótt ekki sé mikið úr þeim gert, aö vera á varðbergi. Varhugavert er að skella skuldinni á taugakerfið, sérstaklega sé sjúkl. kominn nokkuö til aldurs, um 40 ára eða þar yfir. Einkenni þau, er sjúkl. sjálfir verða varir við (suþjectiv) stafa bæði frá hjartanu og öðrum líffærum. Þeir finna þannig sársauka, þrýsting og m a r g v í s 1 e g ó þ æ g i n d i i r e g. c o r d i a, sem þeir eiga erfitt með aö lýsa. Oftast er þrautin yfir apex, stundum yfir basis, leggur alla- jafna út í v.handlegg og einkennilegt er þaö, að ónotin (paræsþesiur) leggja oft út í litlafingur og baugfingur. Vita menn ógerla orsök þessa. Oft er h j a r t s 1 á 11 u r, en hvergi nærri alt af, og meira aö segja svo sjaldan ef um hjartabilun (organsjúkd.) er aö ræöa, að margir sérfræðingar telja að hann sýni aö sjúkd. stafi frá taugakerfinu. — M æ ð i er mjög al- geng og ætíð ef hjartað er bilað (org. misfellur). Hún kemur í ljós jafnvel við litla áreynslu, að ganga upp stiga, léttar leikfimisæfingar o. s. frv. og vekur ætíð grun um insuff. Sjúkl. veröa andstuttir, ef þeir tala nokkuö í samhengi, og má reyna þaö með því að láta þá telja vissa tölu án þess að draga andann. Objectiv einkenni: Til þessa flokks má telja m æ ð i, þvi hún sést glögt og nánar má athuga hana með þvi að láta sjúkl. reyna á sig, telja i strik- lotu o. sfrv. B 1 á m i í andliti, stundum á höndum og fingurgómum, stund- um að eins á vörum. Bláminn ágerist viö áreynslu. Kuldatilfinning fylgir honum oft vegna blóðteppunnar (stasis). Venjul. finnast merki blóötepp- unnar í innri liffærum t. d. b 1 ó ö t e p p u 1 i f u r, ef veruleg brögö eru að insuff. chron., oft er það þá v. lifrarblað, sem þrútnar fyrst. Sje þrýst á það, kemur sársauki eöa ónotatilfinning. Frá maga og görnum stafa ýms einkenni: eymsli í hjartagróf viö þrýsting, sýra getur minkaö í maga eða jafnvel horfið. Blóðteppan truflar starfsemi garnanna, veldur hægða- tregöu eða niðurgangi, er straumurinn teppist i portæðasvæöinu. Feitir menn hríðhorast stundum líkt og viö krabbamein. Þvagið er stundum dökt, gruggað, eðlisþyngdin mikil (1030—1040). í lungum er oft kvef, ' sérstakl. neöan til, hrákinn seigur, blóðblandinn (stasisbronch.). Við rannsókn hjartans finnast ýms einkenni, en oft er hjartað fyllilega sufficiens, þó lokur séu skemdar, og verður því ekki mikið bygt á óhljóö- um . Lega, stærð og lögun hjartans er oft algerlega eðlileg, t. d. við scleros. art. coronor. og myokard. chron. Oftast finst þó alt hjartaö stækkað, Actio cordis getur verið eölileg, þó oft sé pulsus irregal. perpet. viö myocard. chron. Við hlustun heyrist allajafna ekki neitt afbrigðilegt. Þó eru hjartahljóöin veikari en vera skal við scleros. coronar. og myocard. chron. Einstöku sinnum er 1 hljóð dálítið óhreint sökum ófullkomins samdráttar. Sjúkdómsgreiningin er auðveld þegar einkennin eru mörg og glögg, erfiö ef þau eru fá og koma lítt í ljós. Það er ekki nóg að hlusta hjartað og gæta hvort það sé stækkaö, þó margir læknar láti sér nægja þetta. Til þess aö finna insuff. relat. er þetta algerlega ófullnægjandi, þvi oft finst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.