Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1921, Síða 15

Læknablaðið - 01.07.1921, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 109 gerast eftir vandlega hugsuöu ráöi. Margt getur komiö til greina annaö en aö telja brjóst og pelabörnin. Æskilegt væri, að vita með vissu hverjar ástæöur eru þess valdandi, aö börn eru ekki lög'ð á brjóst, hversu heil- brigði beggja flokka af börnum hefir verið, hve mikill mismunur á dánar- tölu. Fleira gæti og komið til greina. Eg kem þá aö lokum aö efninu óþrjótandi: s j úkdóm'unum. Vil eg þar sérstaklega nefna farsóttir. Það er margt i fari þeirra, sem lítt er þekt eða deilt um, og hvergi eins auðvelt að rannsaka og í s'trjál- býli. Það þarf t. d. ekki annað en minna á kvef og inflúensu, sóttir, sem hér eru endalaust á ferðinni og gera mikið tjón. — Öllum hlýtur að vera þaö ljóst, að hér er ærið verkefni fyrir höndum, farsóttir, krabba- mein og fjöldinn annar, svo lengra skal ekki út í þetta farið. Allar slíkar samrannsóknir eru því að eins á góðum grundvelli bygðar, að þeim sé vel og viturlega stýrt, og séð fyrir því, að vel og greiðlega sé unnið úr svörunum. Ef forustan á að vera góð, þarf ekki að eins að velja heppileg við- fangsefni, heldur lesa þau ofan í kjölinn, sem starfa skal að, og þetta er ekki ætíð auðvelt með litlum bókakosti. Að vinna úr svörunum, er líka mikið starf, en ef til vill mætti stundum fá aðstoð hagstofunnar. Að lokum vil eg minna á, að samvinnan er ekki bundin við rannsóknir einar. Margs konar f r a m k v æ m d i r geta og kornið til tals. Vér get- um vakið umbótahreyfingu í ýmsum málum, Þar sem taugaveiki er landlæg, má bólusetja meöal annars, geitum, kláða, lús o. fl. eigum vér að útrýma, meðferð ungbarna þarf að verða fyrirmynd, endurbætur á húsakynnum má styðja o. fl., o. fl. En hver á að hafa forustuna? Að rniklu leyti verður hér um frjálsa starfsemi að ræöa, sem heilbrigðisstjórnin getur tæpast skyldað lækna til, starf sem aldrei verður vel af hendi leyst, nema með ljúfu geði. Eg held því, að Lf. ísl. eitt standi hér best að vígi, og eigi að hafa heið- urinn af starfinu. Það á að velja framkvæmdanefnd til eins eða fleiri ára, sem búi alt í hendur læknanna og ynni úr svörunum, en vel færi á því, að aðalfundur samþykti hver mál væru tekin fyrir á ári hverju. Það vakir alls ekki fyrir mér, að mörg járn séu höfð í eldinum í senn, eða læknum íþyngt með miklu starfi. Ef dálítið vandlega unnið starf er ieyst af hendi á r 1 e g a, þá safnast, er sarnan kemur. Árangurinn af rannsóknum öllum og samvinnu hugsa eg mér aö sé venjulega birtur i útlendum fræðiritum. Lög vor segja það fyrst og fremst tilgang félagsins, að efla hag og sóma ísl. læknastéttar og s a m v i n n u m e ð a 1 1 æ k n a i h e i 1- brigöismálu m þjóðarinnar. Hvorttveggja getum vér gert með samrannsókn og samvinnu, svo sem fyr er sagt, og fátt eða ekkert mvndi afla félaginu meira álits eða vera heillavænlegra fyrir almenning. G. H.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.