Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 8
T34 LÆKNABLAÐIÐ ur cyanosis, þó svo sé. Þá er þaö algengt aS heyra s y ís t o?l i s k a u k a- hljóð (murmurs), þó hjartaö sé heilbrigt. Alt þetta getur fundist á heilbrigðri konu, og læknirinn veröur því aö hafa sérstaka ástæöu til þess aö draga þá ályktun af einkennunum, aö um sjúkdóm sé aö ræöa. Hvaö slíkum aukahljóðum veldur vita menn ekki með vissu. Þau eru mjúk, systolisk, oft blásandi, heyrast álíka glögt yfir öllu hjartasvæð- inu, en eigi aö síður er oft allsendis ómögulegt aö vita vissu sína við hlustun eina, hvort þau stafi frá sjúku hjarta eöa heilbrigðu. En hvernig á þá aö greina þetta sundur? Blátt áfram meö því að nota augun og heilbrigða skynsemi. Ef maðurinn hefir ekki önnur merki hjartasjúkdóms en tvíræö aukahljóð, þolir áreynslu & cet., þá er ekki mikið úr slíku gerandi. Greiningin er með öörum orðum ekki bundin við hlustunina eina heldur lf e i 1 d a r ú 11 i t i ö og ástandið alt. Aö sjálf- sögöu verður maöur aö vita um anæmi, hvort næring er nægileg, hvort maðurinn er nýstaðinn upp úr legu meö hitasótt, hvort svefn og hvild er nægileg, febr. rheum. o. þvíl. Þýöingarlítil aukahljóð hafa oft orðiö til þess að læknar hafa skotið vanfærum konum aö ástæðulausu skelk í bringu, bannað þeim aö eiga börn o. þvíl., meö öörum oröum gert sjúkl. mikinn ógreiða. Ef nú nánar skal út í greininguna fara, þá er fyrst og fremst auö- vitað, að hjartasjúkd. segir oft ljóslega til sín, svo alt er klappað og klárt. Sé nú ekki slíku að heilsa, þá er einkum um tvent aö gera: að reyna þol hjartans og hyggja að ýmsum afleiöingum, sem oftast eru sam- fara hjartabilunum, sjá hvort þeirra veröur vart. Þol h'jartans kemur í ljós við áreynslu. Þetta sést best er heil- brigður maöur hleypur eöa gengur upp brekku. Andardrátturinn verður óöari og tíöari,* hjartslátturinn einnig. Jafnframt þessu finnur maður til örmögnunar og jafnvel sárrar þrautar í hjartastað eöa út i hand- leggi einkum vinstra, ef áfram er haldið. Öll þess einkenni benda til þess að kraftar hjartans eru aö þverra. Eftir nokkra hvíld hverfa þessi ein- kenni öll og því fyr sem hjartað er hraustara. Alt þetta væri nú mjög auðvelt að rnæla, t. d. með því aö láta mann- inn leysa ákveðið erfiöi af hendi, (lyfta byröi, ganga upp tröppur o. þvíl). mæla púls og andardráttarhraöa á undan og eftir, og aögæta auk þess hve lengi maöurinn er að ná sér, — ef mennirnir væru ekki svo mís- jafnir. Sumir eru erfiðinu vanir, aðrir ekki, svo sífelt verður að leggja sinn mælikvaröa á hvern mann. Meö góðri aögæslu má þó fara nærri um þetta, og þessi aðferð er, þrátt fyrir alla erfiöleika, til mikillar hjálpar og vegur oft meira en hlustun. Vara má maður sig á því, aö sami maður þolir oft suma áreynslu vel, en aöra illa, og þarf því mikillar varkárni viö, til þess aö meta áhrifin rétt. Ef sjúkl. liggur rúmfastur, eins og gera má ráö fyrir í hitasóttum o. fl., þá kemur þessi aöferö að litlum notum, þó stundum megi láta sjúkl. reyna eitthvaö á sig í rúminu. Þá kemur hitt sérstakl. til greina, aði hyggja að Ö ö r u m e i n k e n n u m, sem eru afleiðingar af veiku * Þetta stafar áf því, a'ð miðstöð andardráttar skortir nóg eða nógu súrefnis- ríkt blóð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.