Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1921, Side 9

Læknablaðið - 01.09.1921, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 135 hjarta: títSari andardráttur, tíSur og þróttlaus púls ('þó hiti hafi ekki breyst), vottur af oedema pulm. (meö hryglu eíSa deyfu viö basis), dila- tatio af h. eSa v. ventr. meö breikkun (til v.) af hjartadeyfunni, föl- leikur í andliti, stækkun á lifrinni og bjúgur á fótum. Auk þessa kemur svo margs konar óregla á hreyfingum hjartans til greina. Verður þetta alt ekki rakið i stuttu máli. Eins og alkunnugt er, líður hjartasjúklingum oft best er þeir risa hátt, svo að þeir sitji nálega uppi. J. M. þakkar þetta að nokkru leyti því, að geislungar kreppi þá minna að hjartanu, en ef sjúkl. liggur flatur. Hjartverk (the neuroti:c heart) minnist J. M. á sérstaklega. Þess- ar kynlegu, stundum nálega óþolandi þrautir í hjartastað, sem oft leggja út í vinstri handlegg, og allir ísl. læknar kannast við. í byrjun kastsins finst oft hrollur, stundum hálfgerður kölduskjálfti. Oft er brjóstið, sér- stakl. v. megin óeðlilega viðkvæmt. Þessu fylgir svo allajafna hjárt- sláttur. Þetta kemur oftast í köstum (verður „ilt fyrir hjartanu"), og stundum likjast þau mjög angina pectoris. Sjúkl. verður magnlaus og getur litt hreyft sig, vill helst liggja eða sitja. Oft er það likamleg á- reynsla eða geðshræring, sem hleypir köstum þessum af stað. Ekki vita menn ljóslega hvernig í þessu liggur. Stundum er um veru- legan hjartasjúkdóm að ræða, t. d. stenosis mitralis, og þá eru einkennin. tiltölulega skiljanleg, en oft er hjartað eiginlega heilbrigt. Þó systolisk aukahljóð heyrist, sannar það ekki mikið. Það er eins og hjartað sé óeðlilega viðkvæmt á slíkum sjúklingum. Orsakir slíkra kasta telur J. M.: — 1) Auto-intoxicatio frá innýfl- um garnir, appendix, gallvegir, skemdar tönnur o. þvíl.). Það þarf þvi að skoða abdomen vel, sjá um góðar hægðir og þvíl. — 2) þreyta, and- leg og likamleg. Algengt dæmi þessa er t. d. móðir, sem vinnur allan daginn og sefur órótt á nóttum, vegna ungra barna o. þvíl. Á svipaðan hátt verkar sorg, áhyggjur og óánægja. 3) Sexual truflanir, onani, ex- cessus. Sennilega kemur stundum til greina hér í fámenninu karlmanns- leysi, skorturinn á þvi að geta giftst og fullnægt sínum kynshvötum. Við meðferðina verður að taka tillit til þessara orsaka allra. Að öðru leyti fer hún eftir almennum reglum. Góð hvild, stundum gætileg æf- ing, skynsamlegt matarhæfi og stundum digitalis er það, sem einkum kemur til greina auk psychotherapia. G. H. Húsakynni alþýðu í Drangedal í Noregi hefir Solberg læknir rannsak- að á 750 heimilum. Er það mikið starf af einum lækni. Hann mældi loft- rými á mann á öllum heimilunum og fanri þetta: Á 4 heimilum var loft- rýmið minna en 5 ten.m., á 18 heimilum 5—7, en öllum öðrum yfir 7. Nú voru víðast opnar hlóðir í húsum þessum (peis), og viða notaðar, og þær bæta loftið stórum. Hæð uridir loft var 2—2,10 m., hvergi yfir 2,20 m. Hátt er það ekki. Víða urðu húsakynnin lélegri sökuni þess, að besta stof- an var notuð fyrir gestastofu, til þess að sýnast, en lökustu herbergin höfð til íbúðar. — Auk þessa var ástand veggja, lofts og gólfs athugiað, vatnsból o. fl. — Var auðvitað ærið misjafnt.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.