Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1922, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.01.1922, Qupperneq 14
12 LÆKNABLAÐIÐ næma sótt, a'ö hun taki fremur litiö fólk en stórt eöa leggist þyngra á þaö, og er því engin ástæöa til að ætla, að fullorönir séu þolbetri vegna stæröar sinnar. Að endingu vil eg nota tækifærið til að leiðrétta 3 meinlegar prent- villur í hugl. mínum í aprílblaðinu: Á bls. 57, 1. 19 a. n. er s t æ r r i, á að vera s m æ r r i; á bls. 58, 1. xo a. o. vantar e k k i á milli h r æ k j a og á g ó 1 f; á bls. 59, 1. 10 a. o. er s a m a, á að vera v a r na. — Og svo bið eg ritstjórana að lokum, að sjá um, að prentararnir snúi því ekki i villu, sem hér er af viti sagt. Dalvík, 15. nóv. 1921. Sigurjón Jónsson. Smágreinar og athugasemdir. Útvortis berklaveiki og handlækningar. Sir Henry Gauvain ritar stutta grein um það mál, og segir frá sinni reynslu í Treloir Cripples Hospital, Hayling. Hún er þannig: Sjúkl.tala: Veikir í: Læknaðir: Dánir: 920 hrygg 674 3-39% 880 mjaðmarlið 710 1,71% 333 hné 282 2,3% 354 öðrum líffær um 265 2,8% Þá minnir hann og á, að Anthony Bowlby hafði 1908 tekist svo vel viö 900 coxitis-sjúkl. að að eins 4% dóu. Þessi ágæti árangur er því aö þakka, að horfið er frá gömlu aðferð- u.num, sem stefndu að því aö skera sjúkdóminn burtu (excisiones, resec- tiones, incisio og excochleatio). t stað þessa er það einkum haft fyrir augum, að sjúkl. er berklaveikur maður, og liða- eða beinakvillinn að eins einn þáttur sjúkdómsins. Fyrst og fremst er þá hugsaö um, að láta sjúkl. eiga svo gott sem unt er, og auka mótstöðuafl líkamans með ölkt móti. Koma þá fyrst og fremst til greina ýmsar Ijóslækningar, gott fæði, loft og útivist, chemotherapia, tuberculin og þess derivata, sjcböð o. 'fl. Samhliða þessu eru ígerðir tæmdar með ástungu, umbúðir og sig notaðar við sjúka liði (immobilisatio), hreyfingar bættar með varlegri æf- ingu þegar sjúkdómurinn er stöðvaður & cet. Þó alt þetta sýnist vanda- lítið, telur H. G. að tæpast veröi meðferðin góð nerna á góðu sjúkrahúsi, sterkar gætur þurfi að hafa á öllu ástandi sjúklingsins og ekki ætíð auð- velt að dæma um hvað ráðlegast sé. Þessar tölur II. G. eru sannarlega eftirtektarverðar, og árangurinn ærið ólíkur því sem gerðist í gamla daga, t. d. við coxitis. Er þaö líklega fátt, sem hefir tekið meiri framförum á síðustu tímum en meðferð á útvortis berklum. Nú má heita aö hætt sé við að skera burtu berklasjúka eitla (adenitis tuberculosa), því þar koma ljóslækningar að ágætu gagni. Þá er nú orðið talið litlu betra en mannsmorð, að skera í kaldar ígerðir. Menn tæma þær með ástungu og svo mikilli varúð sem auðið er, og dæla svo

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.