Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1922, Qupperneq 8

Læknablaðið - 01.02.1922, Qupperneq 8
22 LÆKNABLAÐIÐ Önnur í röðinni er Árnessýsla með 37 sjúklinga, en viöbótin aí nýjum sjúklingum er ekki nema 8. G u 1 1 b r i n g u- og K j ó s a r s ý s 1 a er sú þriðja í röðinni, með 33 sjúklinga, en næst hæst, ef um nýja sjúklinga er að ræða. Þeir voru 11 alls. Sú 4. í röðinni er R a n g á r v. s ý s 1 a með 28 alls og 5 nýja. Þá kemur Snæfellsnessýsla með 25 sjúkl. alls, þar af 5 nýja, Þingeyj- arsýsla með 24 alls, og 8 n ý j a sjúklinga og Barðastrandar- s ý s 1 a með 20 holdsveika alls, og þar af 6 nýja. — Strandasýsl- a n virðist vera bjartasti bletturinn á landinu, þegar urn holdsveikina er að ræða. Því þar hefir að eins einn sjúklingur verið síðan 1896, og hann var orðinn veikur, þegar hann fluttist inn i sýsluna. — Síðasti liðurinn í töflunni sýnir skiftinguna á sýslur á þeim holdsveiku sjúklingum sem menn nú vita um að verið hafi utan spítala í árs- lok 1920. Þá voru engir sjúklingar í þessum sýslum: Borgarfjarðar Stranda ..... Húnavatns ... Norður-Múla . Suður-Múla .. Skaftafells ... Vestmannaeyja frá árslokum 1907 — — 1898 — 1913 . — — 1912 1904 ... . í árslok 1920 frá árslokum 1913 Það er þannig allmikill hluti landsins sent virðist vera laus við holds- veiki. Mest var hún enn í Eyjafj.sýslu, sjúkl. 8 talsins, og hún var þ á eiiia s ý s 1 a 1 a 11 d s i n s, þ a r s e m 1 í k þ r á i r s j ú k 1 i n g a r v o r u. Þá vissu menn þar um tvo, en seinna fanst þar sá þriðji, sem þá var orðinn veikur fyrir nokkru. Einn þessara þriggja hafði strokið norður úr spítalanum og var'eigi sendur aftur suður. Honum hafði batnað mikiö meðan hann var i spítalanum, svo eigi sást mikið á honum. Hann lang- aði heim aftur, eins og vonlegt v.ar, en heilbrigður var hann ekki, og er ekki enn þá. Annar sjúklingurinn kona með 6—7 börnum, sumum ungum, var ein þessara likþráu. Hún vildi eigi fúslega fara. Af brjóstgæðum létu þá nokkrar konur þar í sveitinni byggja herbergi við baðstofuna með glugga á milli. Þar í gegnum áttu svo börnin að sjá móður sína, eins og fanga í búri. Sorgleg endurminning fyrir þau seinna á æfinni. Vitanlegt er það, að einangrunin er að eins að nafninu. í raun og veru hefir einna verst verið að fá sjúklinga úr Eyjafjarðar- sýslu til að fara i Holdsveikraspítalann. Það hefir oft dregist óþarflega lengi. En vonandi verður nú farið að vinna að því af kappi, að hreinsa sveitirnar kringum Eyjafjörðinn, losa þær algerlega við holdsveikina. — 'í holdsveikissveitunum sunnanlands og vestan hefir verið meira kapp lagt á að losna við sjúklingana, jafnskjótt og þeir hafa fundist, eða að minsta kosti tiltölulega fljótt. Árangurinn hefir þar orðið góður. Þannig er nú að eins sinn limafallssjúklingurinn í hverri af þeim gömlu holdsveikis- sýslum, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslum. Borgfirðingar losuðu sig furðu fljótt við sina sjúklinga. Þar hafa menn eigi orðið varir við holdsveiki síðan 1907. Svipað er að segja um Barða-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.