Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1923, Side 17

Læknablaðið - 01.03.1923, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 47 Smágreinar og athugasemdir. Hætta af röntgen- og radíumgeislum. Athygli skal vakin á skýrslunni um grein próf. Kn. Fabér, í kaflanum: „Ú r ú 11. 1 æ k n a r i t u m“, i þessu tölublaði. Á 3 stöðum eru röntgengeislar um hönd hafðir á landi hér, á Röntgenstofunni í Rvík, á Vífilsstöðum og á spxtalanum Gudmanns minni á Akureyri; vafalitið munu Röntgentæki verða sett upp víðar á næstu árum. Þeir læknar, sem starfrækja þessar lækriingar, verða að vera rnjög á verði, bæði sín vegna og allra þeirra annara, er að þessum lækn- ingum starfa. Ekki má láta blekkjast af þvi, að sjúkdómseinkenni vegna geislanna koma oftast ekki í ljós fyr en eftir langan tíma. Notið verndar- veggi með þykku blýi og rniklu þykkri blýglers-rúðum en venja er til. Hafið tvöfalt þykkara blý-gler á gegnlý'singar-„skermum“, en tíðkast hefir ! Notið s t ó r a r svuntur og hanska úr blý-gúmmí! Allar nauðsynlegar upplýsingar og tæki hér að lútandi fást hjá firmum þeim, er versla með röntgen-tæki. Þríburafæðing. 30 ára kona hér í Rvik eignaðist nýlega þríbura, 1 telpu og 2 drengi. Eggin voru 2 og kom fæðingin ca. 2 mánuðum fyrir tímann. Börnin dóu öll á fyrsta sólarhringi. Frjósemi. Kona nokkur í Ögursókn hefir á síðustu þrem árum eignast tvíbura hvert árið eftir annað. Fr é 11 i r. Geðveikrahælið á Kleppi. Nýlega kom í Alþýðublaðinu árásargrein á læknirinn og hjúkrunarfólkið á Kleppi, skrifuð af fyrverandi sjúklingi. Þórður læknir Sveinsson skrifaði strax á eftir stjórn Læknafélags íslands og bað hana að rannsaka málið, og var stjórnin fús á það, ef beiðni um rannsókn kæmi frá yfirstjórn hælisins, landlækni eða stjórnarráði, og mun sú málaleitun vera komin til stjórnarráðs fyrir 2—3 vikum, en svar er ókomið enn. Skömmu eftir útkomu árásargreinarinnar flutti Þórður læknir crindi í Nýja Bíó og skýrði þar frá vatnslækningum sínum, sem hann hefir notað bæði við geðveiki og ýmsum öðrum sjúkdómum, og mun vera í 'ráði, að erindið verði prentað, og gefst læknum þá kostur á því að athuga nánar þessar lækningatilraunir. Serurn. Héraðslæknarnir Halldór Stefánsson og Þorgr. Þórðarson hafa beðið Læknablaðið að vekja máls á serumkaupum héraðslækna. Serum antidifteri.cum kostar nú kr. 1.70 glasið (4000 i. e.) og ónotuð glös eru ekki tekin aftur, svo þetta getur orðið tilfinnanlegur skattur á héraðs- - lækna, sem altaf þurfa að eiga birgðir af nýju serum. Væri eklci ósann- gjarnt, að ríkið legði læknum framvegis til nægilegt serum. Guðm. Guðmundsson héraðslæknir í Stykkishólmi var hér nýlega á ferð áleiðis til Englands. Gestir í bænum. Friðjón læknir Jensson á Akureyri, Halldór Stefáns- son, Flateyri, og Páll Kolka, sem er nýkominn frá Ameríku. Borgarneshérað. Umsækjendur eru: Árni Árnason, Árni Vilhjálmsson,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.