Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1924, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.03.1924, Qupperneq 16
4 6 læknablaðið en hefir ekki enn reyrit svo mikiS, aö hann vilji gera neitt uppskátt um aðferð né horfur aö svo komnu. Þetta er að líkindum orðið fulllangt mál fyrir Lbl., og skýri eg því ekki í þetta sinn frá kynnum þeim, sem eg fékk af skólaeftirlitinu í Khöfn, né embættislæknanámsskeiðinu, en ef til vill geri eg það síðar. Geitnalækningar 1923. Á síðastliönu ári komu alls 19 favus-sjúklingar til lækninga á Röntgen- stofuna. Ýmsir þeirra nutu styrks þess úr rikissjóði, sem veittur var að tilhlutun Samrannsóknarnefndarinnar. Landlæknir úthlutar styrknum og fá sjúklingarnir 3/£ kostnaðar; þó veitist ekki styrkur til fatakaupa, þótt oft verði ekki hjá .þejm komist fyrir sjúklinga, sem búa þarf að heiman. Geislalækningin veröur íramvegis ókeypis á Röntgenstofunni og má því telja, að mjög sé létt. undir með sjúklingunum. Favus-sjúklingarnir, sem á Röntgenstofunni voru til lækninga 1923, skiftast þannig niður á hér- uðin: Reykjavik 4, Keflavikurhér. 7, Eyrarbakkahér. 2, Vestm.eyjahér. 1, Hornafjarðarhér. 1, Sauðárkrókshér. 1, Reykjarfjarðarhér. 2, ísafjörö- ur 1. I nóv. '22 t.öldu læknar fram 53 geitnasjúkl. (sbr. Lbl. frá þeim tima) ; vantar því mikið á, að öllum þeim hóp hafi verið komið til lækninga, og auðvitað hafa einhverjir bæst við síðan. Læknar verða aö gera gang- skör að því, að koma sjúkl. á framfæri, og er undir dugnaði þeirra aö mestu komjð, hvort sjúkdómurinn verður upprættur hér á landi. Dýralæknir Sig, Ein. Hlíðar ritaði grein í júlíbl. Læknabl. f. á., og heldur þar fram einkennilegum skoðunum um útrýming geitna. Hr. Hlið- ar segir m. a.: >,En ennþá virðist þessi útrýming eingöngu eiga að hvila á því curatiya, en lítil eða alls engin áhersla lögð á þaö profvlaktiska, að eg ekki nefni að uppræta orsökina, sem ætti þó að vera álfa og omega útrýmingarinnar. „Með þessari byrjun og líku framhaldi hefi eg litla trú á, að geitum verði nokkurptíma útrýmt á íslandi." . Þvi næst er sagt, að favus, herpes og scabies séu erlendis jafnalgengir á mönnum, sem skepnum og telur hr. Hlíðar sennilegt, aö svipað muni vera ástatt hýr á landi. Eudar hann mál sitt með þessum orðum : >,Væri þessi hlið málsins rannsökuö til hlýtar hér heima og eitthvað svipaö. er- lendum staðreyndum kæmi á daginn, þá geri eg ráð fyrir því, að seint muni nást að drepa. siðasta geitnasveppinn hér á landi, en þar liggur útrýmingargalduriun falinn, en ekki i lækningunum, því „stemma skal á at ósi“. Það, sem gerist viö Röntgenlækninguna er, aö alt hár er geislað af sjúklingnum, og fvlgir þar með sveppurinn; öllu er þessu brent. Er það ekki profylaxe, að útrýma að fullu favus-mycelium úr höfði. sjúkliug- anna og koma þannig i veg fyrir, að það sýki aðra? Sér ekki hver maður að hér fylgist að ]>að curativa 0g profylaktiska? Ég dreg mjög í efa, aö favus og herpes séu jafnalgengir ytra á mönn-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.