Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1927, Page 15

Læknablaðið - 01.07.1927, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 109 lendingar, telja kenslu í heilsufræöi þegar hafa horiö mikinn árangur. Erfiöast þykir aö fá hæfa kennara. í farskólum veröur þessu tæpast kom- iö viö. Þaö þarf aö koma inn í unglingana hve miklu skiftir, að fara vel með likama sinn. En þetta er ekki nóg. Kennararnir verða sjálfir að vera til fyrirmyndar í hvívetna í jjessum efnum. Fer ekki vel á því, að kennarar séu sífelt að taka i nefiö og spýta tóliakslegi. Þeir þyrftu að kunna skauta- og skiðaferð, og vera leiknir í útiíþróttum, vera leiknir í iíkamsrækt. Sanitas sanitatum et omnia sanitas. Flutti aö lokum tillögu um kenslu i heilsufræöi samhljóða þeirri, sem Lf. Rvikur hafði saniþ. 13. des. 1926 og prentuð er í Lbl., des. 1926, bls. 187. Var hún samþykt. G u ð m. H a n n e s s o n þakkaði Davíð S'ch. Thorsteinsson hinn niikla og einlæga áhuga hans á öllum læknamálum og ekki síst þeim, sem mið- uðu að því að forða mönnum frá sjúkdónium og hverskonar vanheilind- um. Um kjarna málsins væri enginn ágreiningur, en hins vegar væri framkvæmdin erfið. Það sem mestu varðaði, væri að venja börnin á að 1 ifa á hyggilegan hátt i öllu sinu daglega lifi, en kensla eftir bókum bæri oftast lítinn árangur. Væri sér næst skapi að gera tilraunir með æfinga- bekk Kennaraskólans og þreifa fyrir sér hvernig kenslunni yrði best hag- að. Fyrst þegar úr þessu væri sæmilega leyst, væri kominn timi til þess að færa út kvíarnar. J ó n Kris.tjánsson mintist á góða frammistöðu fundarstjóra og hve léttur á fæti og léttur i lund hann væri. Vonaði hann, að hann yrði fundarstjóri á mörgum fundum enn. Var gerður að því mikill rómur. Var svo fundi slitið um kl. 1 um nóttina. Guðm. Hannesson fundarskrifari. Þórður J. Thoroddsen fundarstjóri. Siúkdómar og handlæknisaðgerðir árið 1924 við sjúkrahúsið „Guðmanns minni“ á Akureyri. Yfirlæknir Steingrímur Matthíasson, héraðslæknir. (Aðstoðarlæknir Stgr. Einarsson). Eg tel, líkt og Matth. læknir Einarsson (sjá Lbl. 10.-11., 1926), mjög æskilcgt, að siúkrahúslæknar landsins birti á prenti skýrslur frá sjúkra- húsum sínum. Þess vegna fer eg nú að dæmi Matthíasar, og bið Læknabl. um rúm fyrir jiessa skýrslu. Hins vegar er trúlegt, að bráðlega þurfi að stækka Læknablaðið, ef margir kollegar fara hér eftir að dæmi okkar, og væri það að vísu gott, því að eg hygg að fleirum fari líkt og mér. að þeim þykir ætið fróðlegt að kynnast sjúkrahússtarfi samlendra kollega, og yfirleitt fróðlegra en margra útlendra, aö þeim ólöstuðum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.