Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1927, Side 26

Læknablaðið - 01.07.1927, Side 26
120 LÆKNABLAÐIÐ sí'Sasta misseri feng'iö afar slæm kveisuköst, meö vindspenningi og upp- sölu (ileus). ViÖ rannsókn fanst vel hnefastór, hreyfanlegur, haröur, ekki viökvæmur böggull í kviðnum h. megin. Viö op. fanst tumor af nefndri stærö í botninum á coecum. Engir eitlar í kviönum. Var miðhlutaöur partur af ileum og coecum, vel ut fyrir heilbrigö takmörk, og sameinaðir garnapartarnir side to side. Tumor sýndist mjög grunsamlega malign. \’ar ekki sendur til nánari rannsóknar. í slíkum tilfellum finst mér gott aö gefa sjúkl. „the benefit of the doubt" eins og Bretar segja. m. „Drainage“ canalisatio oedematis causa. Kona, 48 ára. Recidiv eft- ir c. mammæ. Var op. gerö hér íyrir rúmum 5 árum. Góö þangað til fyrir misseri. Þá kom 'hörð eitlabólga á hálsinn, og færðist undir og niður fyrir clavicula. Byrjaði þá bjúgur í v. handleggnum, sem ágerðist mjög og þjáöi hana. Handleggurinn var nú orðinn eins og mannslæri, mjög stirð- ur og þunglamalegur. Um radical op. ekki að tala. 2 þræðir af áttföldu silki voru með langri nál eða ífæru dregnir gegn um sár við úlnlið og gegn um subcutanvefinn upp fyrir olnboga, síðan aftur þaðan alla leiö upp að herðablaði, og látnir gróa inn i vefinn. Þetta lánaöist vel. Hand- legurinn mjókkaöi mjög og varð svo brúklegur, að sjúkl. fanst mesta bót aö í marga mánuði. Sjúkl. var enn á lífi við áramót, en eitlaþrotinn var þá farinn að ágerast mjög og bjúgur kominn á ný, og frétti eg ný- lega lát konunnar. (Stgr. Einarsson haföi hana til meðferöar, og fann upp á þessari aðferð í fjarveru minni). n. Punctiones c. aspiratione. Við kaldar ígerðir notaði eg, áður en ljósin komu til sögunnar, venjulega Calot’s aðferð, þ. e. aspiratio, síöan inndælingu naphthol camphré eða phenol camphré eða joðoform glycerin og comprimerandi umbúðir. Þetta gafst oft vel. Nú oröiö læt eg nægja að dæla út gröftinn og nota svo ljósin, og gefst þaö eins vel eða lík- lega betur. o. ígerðir í skurðum. Þrátt fyrir alla varúö, mun það korna fyrir alla lækna, að grafi i skurðum við og við. Þetta hefir komiö fyrir ntig á tímabilum annaö slagið, en svo aftur liðiö löng tímabil, að ekkert hafi bjátaö á. Mér hefir fariö eins og fleirum, að mér hefir fallið þetta illa og' reynt að komast fyrir ástæðuna, en sjaldan komist því sanna nær. Þaö var einkum einn vetur, að það kom alloft íyrir, að ígerð kont eftir kviðristu, og braut eg þá sérstaklega heilann um, og gat ekki hugsað annað sennilegra en aö katguti væri að kenna, enda batnaði, er eg fékk nýja sendingu. í önnur skifti hefi eggrunað gufuketilinn (Schimmelbusch), en þó aldrei getað skilið í, að þar gæti legið fiskur undir steini. Það er fyrst núna, sem eg hefi fengið docent Dungal til að rannsaka spursmálið nánar, um öryggi tækja vorra, og má vera, aö sú rannsókn leiöi eitt- hvað í ljós. Þegar eg hefi talað viö kollega erlendis, þá hafa sumir svipaðar sög- ur að segja, en aðrir þykjast vera hreinir sem englar af öllum slíkum syndum. Mér er þó grunur unt, að sumir þeirra hafi viljað svíkja tíund. Og eg hefi ætíð saknað þess í skýrslum frá sjúkrahúsum, hve oft kemur fyrir infektion, t. d. i einföldum holskurðum. Það er þó í rauninni fróð- legra en margt annað. Og yfirleitt eru óhöpp og yfirsjónir okkar lær- dómsríkari heldur en mörg gæfusömu atvikin.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.