Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 141 klykti út meö þeim orðum, aö hún væri „un procedé irrationel, imprati- cable, dangereux et inutile — qui doit toml^er dans l’oubli'‘. Eftir það segir Dévé að aöferðinni hafi þó skotið upp við og við, í ritgerðum nokkurra handlækna og hafi hann því tvívegis eftir það reynt enn aö andmæla henni. lJað virðist þó hafa komið fyrir ekki, því að hver handlæknirinn af öðrum hefir síðan haldið því fram, að ákjósanlegasta aðferðin sé að ná burtu sulíinum, ásamt bandvefshylkinu, í einu lagi, hvenær sem slíkt sé gerlegt. En Dévé harntar þaö, að kollegarnir skuli vera að þráast við þetta, því hann fullyrðir, að ástæðulaust sé að nema nokkuð annað burtu en það, sem talist getur vera sulldýrið sjálft; bæöi bandvefurinn og líf- færin kringum sullinn megi gjarnan vera óhreyfð. Af þeim stafi engin hætta, þegar sullurinn sé íarinn. 'Ennfremur harniar Dévé það sárt. hve margir kollegar blanda sarnan bandvefsbelgnum utan um sullinn við sjálfa sullamóðurina. Af þessu staf- ar margur glundroði, sem hann hvað eftir annað hefir orðið að rita um til skýringar. Margir halda því t. d. fram, að sulldýrið sé oft fastvaxið við bandvefsbelginn, eða aö ýmsar taugar liggi þar á milli. En þetta er algerlega rangt, eins og Dévé hefir margsannað. Dévé tekur nú fyrst til athugunar lifrarsulli og sýnir fram á með ýnts- um rökum og dæmúm úr ritum margra handlækna, hve belgfláttan geti veriö hættuleg. bæði vegna útsáningar ef sullblaðran rifnar, og þó sérí- lagi vegna blóðrásar og skemda á gallgöngum. Margir hafa af þessum ástæðum mist sjúklinga eða orðið að hætta í miðjum leik. Nefnir hann t. d. þá G. Magnússon (sjá ritgerð hans i Archiv f. klin. Chir. 1912, Bd. C ]). 52). og M. Einarsson (Minningarrit G. Magnússonar 1923 obs. XXXV. sent báðir urðu að hætta aðgerðinni vegna blæðingar. Af svipaðri reynslu hafa ])eir Rollet, Körte og Melnikoff og Thevenot að segja. Vignard ií Lyon), Lejare og Vosniessinski segjast allir hafa mist sjúklinga við slíka aðgerð, og Dévé segir frá kollega i Budapest, sem hann heimsótti. Kvaðst sá kollega tvisvar hafa reynt belgfláttu. í fyrra skifti slampaðist alt af, en i því seinna dó sjúklingurinn, „le malade mourut d’hémorr- hagie en nappe. C’était un bel homme. qui opéré autrement ne serait pas mort. Je regrette beaúcoup cette vie! J’avais été encouragé par mon ])re- mier cas Dévé tilfærir nokkur dæmi, sem benda á, að bráðabirgðablóðstöðv- unin ad modum Borszekv sé gagnslaus til að koma í veg íyrir blæðingu eftir á, þó aö hún í bili dragi úr l)lóðrásinni, meðan á aðgerðinni stendur. Því skerist t. d. sundur æðar og gallgangar i lifur, þá sé oftast óvinn- andi verk að binda fyrir, svo dugi á eftir. Og ejmfremur sýna dæmi, aö eftir bráðabirgöaklemmuna geta komið fyrir embolíur vegna æða- kekkja, setn losna úr lifrinni. Hann segir frá þvi, að Pozzi og Fowler hafi að vísu tekist aö binda fyrir allstórar greinar af arteria hepatica, um leið og ]>eir með belgfláttu náðu burt sullum, en jafnframt minnist hann á, að mörgum fleiri kírúrg- um hafi orðið hált á því, að skera sundur eða skadda hinar meiri æða- greinar í lifrinni, hvað þá hina meiri gallganga, eða gallblöðruna sjálfa (eins og henti Pierre Delbet). Hvað snertir belgfláttu lungnasulla veit Dévé aðeins um tvö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.