Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ H9 f Björn Blöndal héraðslæknir var fæddur 19. sept. 1865 í Flatey á Breiðafiröi. Hann kom i Reykjavíkur- skóla 1879 og útskrifaöist jjaöan 1885, gekk á læknaskólann og varö kandídat 1889. Veturinn eftir dvaldi hann í Kaupmannahöfn, og 21. júní 1890 var hann settur aukalæknirí Þingeyjarsýslu. austan Jökulsár. 1899 flutti hann aö austan og settist aö á Blönduósi. 1901 var hann skipaður héraöslæknir í Miö- tjaröarhéraöi án eftirlaunaréttar, en 27. október 1908 félck hann veitingarbréí konungs fyrir héraöinu. 28. júlí 1915 var honum veitt lausn frá embætti sök- um heilsubrests fheyrnardeyfuj. Flutti hann jiá til R'eykjavíkur og dvaldi jrar uns hann 1919 flutti til Siglufjarðar, og jiar andaðist hann 27. sept. síðastl., rúmlega 62 áa að aldri. Þjónandi lækn- ir var hann í 25 ár. Björn heit. læknir var vel gefinn maöur. stiltur og vandaður. Hann var skrautritari góöur, líkt og Benedikt Gröndal móöurbróöir hans, hag- mæltur var hann, og hafa veriö prentaöar eftir hann nokkrar söngvisur. Söhgurinn var hans mesta yndi, söngrödd haföi hann mikla og íagra, auövitað liassa. eins og aörir Blöndalar, lék allvel á hljóðfæri, og hafði næman söngsmekk. Hann var glaður í hóp góöra vina og skemti j)á oft meö söng. Yndi var aö heyra hann syngja vísu Bj. Thorarensens: „Ungur J)ótti eg meö söng yndi vékja' í sveina glaumi.“ Hún var hans uppáhald og þar náði hann sér niðri. Þegar Björn kom til aukalæknishéraösins í Þingeyjarsýslu var ])ar, eins og vant var á jieim tímum, enginn samastaöur ætlaöur lækninum. Flutti hann jjví til Raufarhafnar og var ])ar fyrsta veturinn. Vorið eftir var honum fengin landssjóösjöröin Sævarland í Þistilfiröi, harðbalakot 8 hndr. að nýju mati. Bygging var forn, svo |>að jiótti ástæöa til að hressa upp á hana, áöur en nýi læknirinn kæmi; var ]>að gert á þann hátt aö júljaður var af og þiljum slegiö innan í annan enda baöstof- unnar, og ]>ar meö læknisbústaöurinn reistur. Sá var kosturinn, aö Sævar- land lá rétt við Axarfjarðarheiði. en hún skifti héraðinu í tvent og geröi jietta héraö eitt hiö allra erfiðasta yfirferðar. Þaö var ekki nema fyrir ungan hreystimann aö bregða sér yfir Axarfjarðarheiöi, máske 2svar í viku fram og aftur, og ]>að oft fótgangandi, en Björn heitinn lét ekki standa á sér, er hans var vitjað til sjúkra, enda var hann vinsæll læknir, j/vi allir sáu aö hann vann sitt starf með alúð og samviskusemi. Aukalæknislaunin voru 1000 kr. Dagkaup á feröalagi 4 kr., og jafnt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.