Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Síða 4

Læknablaðið - 01.11.1927, Síða 4
IÓ2 LÆKNABLAÐIÐ en ella, enda hefir mikiS veriö rætt og ritað um þaö seinustu árin. Allmargir hafa komist aö sömu niðurstööu og Westergreen um not- hæfi sökksins, aðrir gera minna úr því, en nálega öllum kemur saman um, aÖ sökkiö gefi allmiklar upplýsingar um batahorfur sjúklinga og um árangur af ýmsum lækningatilraunum, einkum pneumothorax-meö- íerÖ. Grafe og Rheinwein telja, aö ef smáskömtum (0.03—0.1 mgr.) af fornberkili (alt-tuberculin) sé dælt undir hörund sjúklinga meö aktiv lierkla, þá sé venjan, að sökkiö aukist stuttu á eftir. Ef sú aukning" nemur a. m. k. 3 mm. hjá þeim, sem annars hafa eðlilegt sökk, þá telja þeir, aö víst sé um að veikin sé aktiv. Brúnecke o. fl. telja, að sökkið sé svo breytilegt, aö ekkert mark sé takandi á lítilli aukningu eftir smáskamta af berkili____ Nokkuð eru mismunandi skoðanir manna á því, af hverju sökkaukn- ing stafi. Flestir hafa þó i aðalatriðunum fallist á þá skoðun Fahreus, en hún er þessi: Rauðu þlóök. eru hlaðin neikvæðu rafmagni. Eins og allir hlutir, sem hafa samnefnt rafmagn, .hrindast þau hvert frá öðru, en þaö hindrar þau í aö botnfellast. í blóövökva eru tvennskonar eggjahvítu- efni: albumin og globulin. í blóði heilbrigðra er meira af albúmínum en globulinum, en við marga sjúkdóma raskast hlutfallið á milli þeirra og getur jafnvel snúist við. Globulin eru hlaðin jákvæðu rafmagni; ef þau aukast, þá eyða þau neikvæðu rafmagni rauðu blóðk. Þau síðar- nefndu renna saman i ströngla (Geldrollen) og botnfellast. Aðalástæð- unnar til aukins sökks er þá að leita í breyttri eggjahvítu-samsetningu blóðvökvans. Búrker telur sökkið aðallega háð tölu og ástandi rauðu blóðk. Bennig- hof álitur hinsvegar, að tala rauðu blóðk. og hæmoglobinmagn, hafi eng- in áhrif á sökkið. Eins og vænta má, þar sem svo margir hafa unnið að sökkmæling- um, þá eru margvíslegar aðferðir og tæki notuð við mælingarnar. Á Vifilsstöðum höfum viö notað aðferð Westergreens, enda er hún ein- földust og mest útbreidd. Hún er í fáum orðum þannig: Westergreens- dæla er fylt að einum fimta hluta með 3,8% natriumcitrat-upplausn, dæl- an síðan fylt með blóði úr æð á handlegg. Úr dælunni er citrat-blóðið látið í litið prófglas, blandaö þar vel og loks sogað upp að marki í 200 mm. hæð á 2.5 mm. víðri glerpipu. Glerpípan síðan látin standa lóðrétt 5 sérstöku stæði (stativ), sem er þannig gert, aö stálfjöður þrýstir neðra enda pípunnar niður á gúmmítappa.* Eftir 1 klst. er svo mælt í mm. þykt tæra vökvalagsins efst i pípunni, og eru sökktölur venjulega mið- áðar við það, en auðvitað er hægt að mæla vökvalagið oftar, t. d. eftir 2 og 24 klst. Katz mælir sökkið eftir 1 og 2 klst., og tekur einskonar meðaltal af báðum tölunum; telur hann það ávinning af því, að sökkið sé stundum meira fyrsta klt., en stundum annan. Enginn teljandi munur er á sökk- * I stað Westergreens-dælu má nota venjulega 2—10 cbcm. Record-dælu. Wester- grens-stæði er gert fyrir 10 glerpípur og er alldýrt. 1 þess stað má nota teygi- bandssmeig, sem tekur út yfir báða enda pípunnar og þrýstir gúmmíplötu að neðra enda hennar. Getur pípan þá staðið hvar sem er; en gæta verður þess, að hún standi lóðrétt.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.