Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1927, Side 5

Læknablaðið - 01.11.1927, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 163 töhim Katz og þeirra, sem mæla sökkiö eftir 1 klt., nema sökkiS sé hátt, en þá eru hans tölur lægri. Linzenmeyer notar víðari pípu og styttri, og hefir aS því leyti frá- brugSna aSferS, aS hann ákveSur hvaS 18 mm. sökk tekur langan tíma. Ef þaS er ca. 4 klt. eSa meira, þá er sökkiS eSlilegt, en aukiS ef tím- inn er skemri. ASferS þessi er nokkuS notuS í Þýskalandi, en er miklu tafsamari en aSferS Westergreens. Margir hafa reynt aS nota sárlítiS blóS til sökkmælinga (mikrometho- de), en allar tilraunir í þá átt þykja gefa ónákvæman og óábyggilegan árangur. MeSfram af því, hvaS vinnuaSferSirnar eru mismunandi, þá eru menn ekki sammála um hvaS telia beri eSlilegt sökk. Fahreus telur, aS meSalsökk sé 4 mm. hjá heilbrigSum körlum og 8 mm. hjá konum. Westergreen segir, aS sökkiS sé því aSeins eSlilegt, aS þaS sé ekki hærra en 3 mm. hjá körlum og 7 mm. híá konum. Flestir, t. d. Frisch og Stavlinger, Katz o. f 1., telja eSlilegt sökk nokkru hærra. Westergreen játar líka, aS sökk frá 4—8 mm. hjá körlum og 8—11 hjá konum sé svo algengt hjá þeim, sem virSast heilbrigSir, aS ekkert verSi af þeim tölum ráSiS. Eg hefi mælt sökk hjá 10 körlum og 10 konum heilbrigSum. Karlarnir höfSu frá 1—6 mm. sökk, en konurnar 4—10 mm. AuSvitaS eru þetta of fá tilfelli til aS draga af þeim endanlega ályktun um sökk heilbrigSra, en þar sem sökktölur þessar koma vel heim viS tölur margra annara, þá miSa eg eSlilegt sökk viS þær. Bent hefir veriS á, aS auk þess, sem sökkiS er hækkaS hjá vanfær- um konum, þá sé þaS háS ýmsum öSrum physiologiskum breytingum. Linzenmeyer telur aS sökk kvenna aukist um tíSir. ASrir telja, aS máltíSir hafi áhrif á þaS og einnig, aS þaS sé hærra aS kvöldi en aS morgni. Ekki hefi eg séS aS tiSir hefSu nein áhrif á sökkiS, nema ef vera skyldi hjá sjúklingum, sem hafa hitavott um þaS leyti. Venjulega hefi eg mælt sökkiS eftir mat á kvöldin, og þó ekki fengiS hærri tölur en aSrir. SíSan i mars þ. á. hefir sökk veriS mælt hjá öllum sjúklingum í Vífils- staSahæli, eSa alls um 240 sjúkl., og af þeim höfSu 220 lungnaberkla. í hælinu er fylgt stigaskiftingu Turban—Bangs, og verSur því haldiS hér. Greining eftir útbreiSslu og eSli veikinnar er yfirleitt gerS af próf. Sig. Magnússyni. Af 84 sjúklingiim á I. stigi höfSu 2 vota brjósthimnubólgu meS all- háum hita, sökk þeirra var 46 og 55 mm. En þar sem brjósthimnubólga verSur aS teljast viSbótarkvilIi (komplikation) viS lungnaberkla, þá hefi eg slept þeim á eftirfarandi töflu, sem aS öSru leyti sýnir sökk sjúk- linganna, skift niSur eftir stigum. Eins og taflan ber meS sér, þá höfSu aSeins 7 af 82 sjúklingum á I. stigi lítiS eitt aukiS sökk, en sökk hinna var ekki meira en venja er til hjá þeim, sem virSast heilbrigSir. Athugandi er, aS margir af þessum siúkHngum voru í afturbata og höfSu lítil eSa engin sjúkdómseinkenni, er sökkiS var mælt, og enginn þeirra hafSi berklasýkla í hráka. Af 66 sjúklingum á II. stigi höfSu 16 eSa ca. % eSlilegt sökk, en nærri helmingur hafSi hátt eSa afarhátt sökk. Munurinn á I. og II. stigi er því afarmikill, og er mun meiri hjá mér en mörgum öSrum. Stafar þaS

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.