Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1927, Side 7

Læknablaðið - 01.11.1927, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ Flestir telja, a?S sjúklingar meö hita, hafi ætíð hækkaö sökk; vel kemur þaö heim viö, aS 16 mm. er lægsta sökk, sem eg hefi mælt hjá sjúklingi með hita, og er þaS miðaö viö yfir 37,5° hjá liggjandi sjúkling, þegar Sökkiö er mælt. Á III. stigi er lítill munur á meöalsökki allra sjúklinganna og þeirra, sem hafa holumyndun og sýkla, og stafar það af því, aö nálega allir sjúklingar á því stigi hafa hvorttveggja. Margir telja, aö sökkið hjálpi til aö greina sundur exsudativ og fibr. berkla, en sá hængur er á þeirri skiftingu, að berklar eru venjulega sam- bland af hvortveggja. Eg hefi talið saman sökk þeirra, sem hafa aðallega exsudativ og hinna, sem hafa aöallega fibrös berkla. Og eins og taflan sýnir, þá er yfirleitt mjög mikill munur á sökkinu; en hinsvegar koma fyrir háar og og lágar sökktölur við hvorttveggja, svo að sökkið eitt getur ekki greint þar í millj. Margir telja einnig, að sökkið komi að gagni við greiningu á aktiv og inaktiv berklum; væri mjög mikils vert, ef svo væri, því að oft er slik greining erfið eða ómöguleg, nema með því að hafa sjúklinginn nokk- urn tíma til athugunar; því að alloft haga hægfara lungnaberklar sér þannig, að við og við koma fram greinileg aktivitets-merki, en þess á milli virðast þeir algerlega inaktiv. Eins og síðasta tafla ber með sér, þá er mikill munur á sökki við aktiv og inaktiv berkla, en lágar sökktölur koma samt fyrir, þó um aktivitet sé að ræða. Um það bil helmingur af þeim 96 sjúklingum, sem höfðu eðlilegt sökk, höfðu ýmist byrjandi eða lítið aktiv berkla. Hins- vegar var hjá sjúklingum með inaktiv veiki örsjaldan, og þá aðeins lítið eitt hækkað sökk. Iðulega kemur í ljós, að sökkið er aukið annað veifið, einkum þegar samtímis eru önnur aktivitets-einkenni til staðar. Sökkið sýnir því, eins og hitinn, augnabliksástand sjúklingsins; það er ætið aukið, þegar hiti er, og miklu oftar, og gefur þá veigamiklar líkur fyrir aktiviteti. Katz og Rabinowitsch, Kempner o. fl., leggja einkum áherslu á, að sökkið komi oft að gagni við mat á árangri af pneumothorax-meðferð. Sökk 15 sjúklinga, sem um nokkurn tima hafa haft pneumothprax með fullum eða nokkrum árangri, er eðlilegt eða lítið hækkað. Oft hækk- ar sökkið, ef veikin ágerist i betra lunganu, en einkum þó ef vatn (exsu- dat) myndast. Margir berklalæknar, t. d. Begtrup-Hansen og Helms vilja helst ekki útskrifa ljúklinga, ef sökkið er aukið, enda þótt sjúklingarnir virðist að öðru leyti heilbrigðir, af því hve oft þeir sjái recidiv hjá slíkum sjúk- lingum. Kemur það vel heim við það, sem hér hefir verið sagt um sökk í sambandi við aktivitet, en við höfum notað sökkið of stuttan tíma til þess að hafa reynslu fyrir, hvers virði það sé til að ákveða bata- horfur sjúklinga. Eg hefi borið saman sökk þeirra sjúklinga, sem hafa allgóðar, og hinna, sem hafa vafasamar eða slæmar batahorfur, en auðvitað verður slík skifting ónákvæm. Sá samanburður er þannig:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.