Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1927, Blaðsíða 11
_______ LÆKNABLAÐIÐ 169 ir bannsins ekki veriö nægilega hátt metnir, — því þrátt fyrir aukiö eftir- lit og herta dóma veröi öröugleikarnir æ meiri og leiöin aö takmarkinu torsóttari. Þaö hefir oröiö mitt hlutverk að minnast hér í blaðinu tveggja starfs- bræðra fráfallinna, sem báðir höfðu þá sögu að segja, að erfiöu ferða- lögin yfir fiöll og firnindi eyöilögöu heilsu þeirra á fáum árum, og jafn- vel stytti æfi þeirra um aldur fram. J. J. Um lífseigjn sýkla og- lokasótthreinsun eftir Steingr. Matthíasson. Erindið lesið upp, í fjarveru höf., i Læknafél. Rvíkur 2. des. 1927. „Persons and not tliings are dangerous." Hiscock. I. Viö læknarnir heyrum stundum sótthreinsunarmönnum kent um, ef veiki gýs upp á ný á heimili, þar sem sótthreinsun hefir farið fram. Þeir hafa ekki sótthreinsað nógu vandlega, heldur fólkiö. Eg fyrir mitt leyti hefi ekki lagt trúnaö á slikt, og er vanur aö bera blak af sótthreinsunarmönnunum. Því eg er þeirrar skoðunar, aö ef sótt kemur upp á ný eftir sótthreinsun, þá stafi smitunin hvorki af dauðu hlutunum, sem sótthreinsaöir voru, né þeim hlutum eöa híbýlum, sem vanrækt var að sótthreinsa, heldur frá einhverjum lifandi mönnum, og það engu síður þeim, sem svo á að heita, aö hafi veriö sótthreinsaðir, heldur en ]>eim, sem alls ekki voru sótthreinsaöir. Því að margt bendir á, að dauðir hlutir eigi afar-litla sök á að smita menn, og að það sé tiltölulega auðvelt að sótthreinsa dauða hluti; en lifandi menn kunnum við ennþá ekki að sótthreinsa. Það er náttúran ein, sem getur sótthreins- að menn og skepnur, og gengur það þó stundum örðugleg'a. Það eru yfirleitt menn, en ekki munir, sem sýkja frá sér. Þessvegna verður bar- áttan gegn útbreiðslu næmra sótta aðallega að stefnast gegn smitandi mönnum. Við sóttvarnir gildir gamla reglan, aö fara ekki að eins og Atti hinn dælski. Það má ekki gleyma grávörunni í ákefðinni við að elta íkorn- ann. Sjúklingar og smitberar eru aðalatriði, en dauðir hlutir eru auka- atriði. Það er hin nýrri þekking smitbera. sem hefir bylt til öllum skiln ingi vorum á útbreiðslu næmra sótta. Menn leituðu langt yfir skamt. Menn héldu, að sóttkveikjurnar færu einlægar krókaleiðir um láð og lög og leyndust í allskonar skarni. Einu sinni var því trúað, að vindurinn flytti sóttnæmi í hús úr húsi, og jafn- vel langar leiðir milli landa. Og enn trúa menn því, að berklagerlar lifi árum saman í baðstofum og bæjargöngum, og smiti heimilisfólkið mann fram af manni. Og enn er sú trú við líði, jafnvel meðal lækna, að tauga- veiki gjósi upp úr moldinni, þegar farið er að róta upp i gömlum bæjar- tóftum eða uppþornuðum hlandforum. Og til skamms tíma hafa jafn- vel læknar trúað gömlu sögunni um aö leikföng, geymd um langan tima niðri í kommóðu, og síðan tekin upp, geti smitað börn af barnaveiki.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.