Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1927, Page 14

Læknablaðið - 01.11.1927, Page 14
172 LÆKNABLAÐIÐ kóleru- né taugaveikisbakteríur geta lifaö eins lengi og áöur var hald- íö. Var þar meö kipt fótunum undan þeirri gömlu trú, aö þær bakteríur gæti geymst í jörðu svo árum skifti, og oröiö mönnum að tjóni. Nú veröur að taka það fram, að meö þannig löguöum niöurgreftri sótt- kveikjanna í hræjum, eru þeim gefin alveg óvenjuleg skilyrði til að geta framfleytt lífinu. Niöri i moldinni er aö vísu kalt og loftlítiö, og þaö er reyndar ekki gott til að örfa þrótt þeirra; en kuldinn og loftleysiö dreg- ur hins vegar úr vexti og viðgangi annara gerla, og þá einkum rotnunar- gerla, og það kemur sóttkveikjunum aö góöu. Því uppi á yfirborði jarö- ar eru það oft og einatt rotnunargerlarnir, sem þróast svo duglega, að sóttkveikjurnar njóta sín ekki lengur, heldur deyja von bráðar í sam- kepninni, af næringarleysi. Þetta hefir F i c k e r sýnt fram á með mörg- um tilraunum. IV. Þvi er ekki að leyna, aö lífseigja sumra sýkla gagnvart hita og kulda, er alveg furðanleg. Tilraunir Kochs og Wolfhúgels sýna t. d. að til að gerdrepa sporamyndandi bakteríu nægði ekki minna en 3 klst. sótt- hreinsun í 140° þurrum hita. Þess vegna var tekin upp sótthreinsun með sjóðandi vatni og vatnsgufu, sem reyndist óræk gegn öllum sýklum, a. m. k. ef henni var haldið áfram í 1 klst., eða enn betur í tveimur y. 'klst. lot- um, með nokkru millibili. En sem dæmi þess hve sýk.lar geta þolaö kulda, má geta þess, að Macfayden tókst að geyma ýmsa sýkla innilukta í hylkjum í köldu, fljótandi lofti, viö -f- 190° C. um 6 mánaða tíma. Margir gerlafræðingar hafa kepst um að sýna fram á lífseigju sýkl- anna við ýms lifsskilyrði, og þa'ð er margsannað, að kulda og hita út af fyrir sig, þola margir sýklar framúrskarandi vel. Og hvað innþomun snertir, má með gætni treina í þeim lifið afar lengi. B u s s o n gat t. d. geymt miltisbrandsbakteríur lifandi í 12 ár, með því að geyma þær inn- þornaðar í silkiþræði. En K i r s t e i n gat á likan hátt geyrnt tæringar- gerla alt að því 8 mánuði. Hitt er minni furða, þó tékist hafi að halda ýmsum gerlum lengi með góðu lífi hreinræktuðum, í prófglösum, með nægri næringu. Eins og t. d. M a r t i n i, sem gat geymt taugaveikisgerla i prófglösum í 3 ár. Þótt þessar mörgu tilraunir hafi sýnt, að lífseigja sýklanna geti undir vissum skilyrðum verið afarmikil, þá sýnir hins vegar reynslan, aö þetta þarf ekki svo miög að óttast í daglegu lífi. Eitt er að sýklar geti treint fram lífinu utan líkamans, hér og þar í dauðri náttúrunni, undir sérstök- um, heppilegum kringumstæðum; en annað er, að af þeim stafi veruleg smitunarhætta, fyrir menn og skepnur. Þegar sóttkveikjurnar eru komnar út úr likamanum fara venjulega sam- an mörg atriði, sem hjálpast til að tortíma þeim, enda þótt hreinlæti sé ábótavant, og engin sóttvarnarlyf notuð við sóttarsængina. Hrákar, þvag, saur, gröftur og önnur útferð frá sjúklingum spillist fljótt af rotnunar- gerlum, svo að sóttkveikjurnar missa mátt sinn; en við uppþornun og birtu tortímist skjótt mikill hluti þeirra. Rannsóknir seinni ára hafa hvað eftir annaö sýnt, að þó uppþornuðum sóttkveikjum treinist lífið í nokkra daga, þá þarf venjulega sérstök óhöpp. eða vandasamar ráðstafanir, til þess að þær smiti í því ásigkomulagi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.