Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1927, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.11.1927, Qupperneq 18
176 LÆKNABLAÐIÐ fræöingnr, H i 11, segir: „Sýklarnir eru af heldra taginu í heimi gerl- anna, og láta ekki bjóöa sér annaö en besta viöurgerning. Þeir heimta heimili af bestu gerö til atvinnurekstrar síns. Og þessi höföingjasetur látum vér mennirnir þeim í té meö okkur eigin líkömum, þ. e. vel hit- uö híbýli, en dimm og drung-aleg og meö nægum matarforöa. En þeg- ar þeir veröa aö yfirgefa þessi notalegu híbýli og þeim er vísaö á dyr, út í hrjóstrugan og kaldan heiminn, þar sem hvorki er nægur hiti, vatn, næring né dimma nóg, þá deyja þeir vanalega skjótlega." Annar merkur heilsufræöingur, Fitzgerald, segir: „Sárafáir sýkl- ar geta þróast og margfaldast utan líkamans, sem betur fer, fyrir mann- kyniö. Venjulega drepast þeir afar fljótt, þegar þeir komast undir bert loft, eöa þorna og þyrlast upp í rykinu, eöa lenda í vatni og jarðvegi.“ Aörir málsmetandi gerlafræðingar, eins og Silberschmith, Ro- senau, Chapin, Doly, Hiscock, Brady o. fl., hafa látiö uppi sömu skoðun, er þeir byggja á mörgum tilraunum og athugunum. í bók sinni „Preventive Medicine and Hygiene“ (bls. 368) segir t. d. R o s e n a u, aö allflestir heilsufræöingar nútímans séu sammála um, að dauðir hlutir flytji ekki sóttnæmi. „Þannig höldum við ekki lengur, aö hlutir eins og bækur og blöð, regnhlífar, gólf, veggir, gluggatjöld og húsgögu smiti menn. Viö vitum, aö mestur hluti sóttkveikjanna deyr bráölega, þegar þær þorna eöa mæta óhagkvæmum skilyrðum.“ Charles Chapin segir: „Viö vitum nú, aö næmu sóttirnar stafa ekki af óhreinindum, eins og áöur var haldið, og ekki frá neinu ööru en líkömum manna og dýra.“ H i s c o c k segir : „Persons and not things are dangerous.” í trausti þess, aö þessar kenningar séu réttar, er hver þjóðin á fætur annari farin að hætta við hina umstangsmiklu lokasótthreinsun, sem áöur átti sér stað. I Bandaríkjunum hefir í þess staö verið fyrirskipað- ur sápuþvottur og burstun úr heitu sápuvatni á gólfi, veggjum og hús- gögnum, en rúmfatnaður þveginn eöa viðraöur. Samkvæmt nýjustu rannsóknum segir Chagas, að taugaveikis- bakteríur drepist yfirleitt fljótt utan líkamans. í saur lifi bakteríurnar venjulega aðeins nokkrar klukkustundir, en í vatni í hæsta lagi í 10 daga. I mjólk geta þær tímgast og þrifist vel um stund, en ekki þarf annað en að mjólkin súrni aö vissu marki, þá drepast þær óðara. Viö uppþorn- un drepast þær eftir fáeinar klukkustundir. Sumir sýklar, eins og t. d. lekanda-, heilabólgu- og blóökreppusýkl- ar, eru svo fíngerðir, að varla hefir tekist aö rækta þá utan líkamans. Malaria-, syfilis- og gulfebersýklar drepast óðara utan likamans. Berklagerlar lifa venjulega aðeins stuttan tíma utan líkamans. Þeir deyja, eöa missa sýkingarþrótt sinn mjög fljótt undir áhrifum ljóss og þurks. Pestarbakteríur komast sjaldan út úr líkama sjúklingsins um eölilega farvegi, nema viö lungnapest. Rottuflær sýkja oft manneskjur. Um leiö og sjúklingurinn deyr, drepast bakteríumar. Baráttunni verður aö stefna gegn rottunum. Bólusóttkveikjan berst mann frá manni, en varla teljandi meö dauöum hlutum eða gegnum loftiö. (Líklega verðum viö þó ennþá

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.