Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1934, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.03.1934, Qupperneq 4
34 LÆKN ABLAÐIÐ eru 8 að tölu og" er þaö tiltölulega há tala, þegar þess er gætt hve afskap- lega langvinnur og illlæknandi þessi sjúkdómur er á börnum. — Komplikationir hjá þessum sjúklingum, aö svo rniklu leyti sem mér er kunnugt um afdríf þeirra, voru þessar helstar: Urethritis post. fengu 34 sjúklingar, þar af: Pros'tatitis acut, 7. Vafalaust fá þó allmargir sjúklingar, sem á annaö borö hafa fengiö urethritis post., snert af prostatitis án þess aö svo greini- legar breytingar veröi á prostata aö þær finnist við exploration. Epididymitis fengu 20 sjúklingar þar af 4 beggja megin. Retentio urinæ (total) fengu 5 sjúklingar, 3 af prostatitis acut, 1 af periurethralinfiltrati og 1 af gamalli gonorrh. strikturu. Cystitis hefir nú sem fyr verið all algeng komplikation en erfitt er aö fullyrða með vissu hve oft hún stafar beint af gonorrhoiskri infektion. Bartholinitis fengu 6 konur, af þeim voru 4 incideraðar i chlorethyl deyfingu. Salpingitis er vafalaust algengari komplikation hjá konum með gon. en læknar alment álíta. Kvartanir um verki í reg. hypogastrica eru mjög algengar. Verkir og eymsli eru þá oft svo mikil að konan á mjög erfitt með að framkvæma skolanir heima fyrir, jafnvel þó hún reyni að hafa fótavist og gegna daglegum störfum. Við exploration eru þá greinileg eymsli yfir adnexa öðru hvoru megin þó sjaldnast finnist palpabel tumor. Gonnorrhoiska arthrita fengu 3 sjúklingar, sem eg vissi um. Gonnorrhoiskar phlegmonur fengu 4 sjúklingar. — í fyrsta skifti á þessu ári hafa komið böm á aldrinum 10—15 ára með acqvisit gonnorrhoe. Rannsakaði eg í því sambandi 10 börn, á þessum aldri, og reyndust 4 þeirra sjúk, 2 drengir og 2 stúlkur. Til samanburðar vil eg hér geta þess að árið 1932 leituðu mín samtals 222 sjúklingar með gonorrhoe á móti 273 árið 1933 og virðist af því mega draga þá ályktun að þessi sjúkdómur færist frekar í vöxt hér í bæ en hitt. Syphilis. Af syphilis hefir verið töluvert minna á þessu ári en árið áður eða nú samtals 20 sjúklngar, 7 konur og 13 karlar, á móti 33 árið 1932. Helmingurinn af sjúklingunum eru á aldrinumi 20—30 og J/i á aldr- inum 30—40. Af þessum 20 sjúklingum voru 17 íslendingar og voru þeir allir að 3 undanteknum smitaðir hér á landi. Afdrif syphilissjúklinganna eru þessi: 2 (útlendingar) fóm af landi burt. 11 sjúklingar hafa lokið lækningu og voru seronegativir við síðustu rannsókn. 6 eru enn seropositivir og ganga til lækninga. 1 barn með congen. lues dó 2 sólarhr. eftir fæðingu (faðir og móðir reyndust bæði með sekundær lues). Meðferð mín á öllum þessum sjúklingum hefir verið sú sama og áður sem sé kombineruð neosalvarsan-bismuththeraphi. Komplikationir af luestherapiunni hefi eg engar fengið á þessu ári, hvorki af salvarsani né bismuth. — Af öllum þessum sjúklingum hefir rúmur helmingur notið algerlega ókeypis læknishjálpar, þ. e. a. s. einungis komið á þeim tímum sem

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.