Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1934, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.03.1934, Qupperneq 6
36 LÆICNABLAÐIÐ meðal almennings, auk þess sem hægt er að fyrirbyggja smitun hjá körl- um í 60—7°% tilfellum, ef þau eru notuð. Jón Þorláksson borgarstjóri tók einnig þetta mál upp, og hefir nú bæj- arstjórnin samþykt kaup á sjálfsala og veröur hann settur upp hér í bæn- um innan skamms Til þess nú, að hverjum varnarlyfjaböggli, gæti fylgt sem fullkomnast- ar leiðbeiningar um sjúkdómana og varnir gegn þeim, fól landlæknir mér a‘ð endurskoða hinar gömlu leiðbeiningar fyrir sjúklinga með kynsjúk- dóma. Gerði; eg það og breytti þá sérstaklega kaflanum um syphilis, en í honum fanst mér víða vera kveðið of fast að orði, og batahorfur sjúkl- inganna gerðar of litlar. Þessar endurskoðuðu leiðbeiningar hefir svo landlæknir látið gefa út, í fyrirferðarlitlu og handhægu formi, og verða þær látnar fylgja hverjum böggli, auk nákvæmra leiðbeininga um notkun varnarlyfjanna sjálfra á íslensku, dönsku og ensku. í gegnum sölu þessara lyfja vona eg, að takist að koma aðgengilegri og handhægri fræðslu um þessi mál, út meðal almennings, en einmitt fræðslan og aukin þekking á þessum málum er besta vopnið i baráttunni gegn kynsjúkdómunum. Frá nýja spítalanum á Kleppi. (Yfirlæknir dr. med. Helgi Tómasson). Berklaræktun úr blódi a. m. Loewenstein. Eftir Theodór A. Mathiesen. (Fyrirlestur fluttur í Læknafélagi Reykjavíkur io. jan. 1934). Mikið hefir verið talað um árangur þann, er próf. dr. E. Loewenstein í Wien hefir fengið vi'ð ræktun berkla úr blóði. Telur hann, að sér hafi tekist að rækta þá úr blóði sjúklinga með manifest tb. og einnig úr blóði sjúklinga með: Polyarthritis acuta et chron., lupus erythematosus, erythema nodosum, chorea, multipel sclerosis, dementia prœcox og fleiri geðsjúkdóma. Dr. Helgi Tómasson fól okkur Óskari Þórðarsyni og mér að rannsaka þetta hér, einkum hvað við kom demcntia prœcox sjúkl. Voru rannsóknirn- ar gerðar s.l. vetur og vor. Aðferð Loewenstein’s er þessi: t steril glös, sem í eru 30 ccm. natrium- citrat, er látið 5—-io ccm. af blóði (blóðið tekið sterilt). Þetta er svo hæmo- lyserað með 30 ccm. af destilleruðu vatni og skilið í 20—30 mín. Síðan er vökvanum helt ofan af botnfallinu, og saman við það (botnf.) er látin 15% H2S04 að rúmtaki jafnt botnfallinu. Þetta er svo hrist saman í 3—5 mín. Þá er bætt við 30 ccm. aqv. dest. og skilið á ný í 20—30 min., vatninu helt af, og enn eru látin 30 ccm. aqv. dest. saman við botníallið og skilið i 20—30 mín. Nú er vökvanum helt af, og með steril pípettu er botnfallið

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.