Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 8
3» LÆKNABLAÐIÐ hafa þær verið 33 á ári, flestar 56. Ekki eru í þessu taldar ferðir á bæi, er nær liggja en 6 km. í burtu. Þótt innan þeirrar fjarlægðar séu aðeins 70—80 manns, eru þó ferðirnar til þeirra vafalaust eigi færri en hinar, ¦— til hinna rúmra 9 hundraða, er lengra búa frá. Eg tel hér ekki upp, hve margar ferðir eg hefi farið í hvern héraðshluta, þótt eg viti, en það bók- hald sýnir, að læknissóknum fækkar, því fjær, sem dregur frá læknisbú- stað, og það mikið. Til Hólsfjalla eru 80—90 km. héöan. Þangaö hefi eg fariö eina ferö á hverja 5 íbúa þar, á þessum árum. Til Vestur-Sléttunga, sem eru í 15—35 km. fjarlægð, hefi eg hins vegar farið 1,1 úr ferð á hvern íbúa á sama tíma, eða meira en 5 sinnum oftar í þann héraðshluta, miðað við fólks- fjölda. Mcð nálægð lœknis skapast starf fyrir lækni, — Mundu læknar á íslandi hafa haft meira að gera hver, meðan þeir voru 1—4, en við höf- um nú, héraðslæknar ? Eg efast um það. Vitanlega eru takmörk þarna, eins og víðast, en til þeirra eiguni við langt enn á voru landi, utan kaup- staða. Það hefir oft heyrst, að hér á landi væri ærinn læknasægur, miðað við fólkstölu og boriö saman viS önnur lönd, en eg spyr: Hvar í svo- kölluSum menningarlöndum er erfiðara að ná í læknishjálp, en á mest- öllu Islandi? Meðalúttekt hinna f jarlægu heimila hjá mér, er á hinn bóginn ekki mikið lægri en hinna nálægari. Því veldur sumpart, að hinum fjarlægu verða ferðir dýrari og sumpart, að yfirleitt byrgja þau sig miklu meir af lyfj- um, — til þess að hafa þó eitthvað að prófa og hverfa til. I ferðum þessum hefi eg verið 11.721J4 klst. að heiman. Það er um 2iJ^ klst. að meðaltali í hverri. Hefir það þó varla komið fyrir að eg hafi tafist vegna vatna eða veðra. Minna en 30 klst. hefi eg verið í 360 ferðum 30—50 — - 76 — 50—80 — - 50 — yfir 80 — - 14 — 550 ferðir Alls hefi eg þá verið að heiman í þessum ferðum um 488 sólarhringa, þ. e. ca. 1J/3 árs. Lætur nærri, að eg hafi verið 7 vikur að heiman á ári hverju. Margir halda, a. m. k. til sveita, að héraðslæknar hafi ekkert að gera, þegar þeir séu heima. Sleppum þarna fáfræði og misskilningi. I raun og veru fer miklu meiri tími í ferðirnar, en hér er talinn. Langferðirnar þurfa töluverðan undirbúning, og eftir þær sumar liggur læknirinn í hálf- gerðu roti, óstarfhæfur til flests. Lang tímafrekast er lyfsölustarfið í svona héruðum, ekki síst þar, sem allt er rekið í lánabasli og þarmeðfylgjandi innheimtu og reikningsklúðri, ófrjóu og mannskemmandi fyrir lækni. Mig hefir oft undrað, hve sumir læknar í mannmörgum héruðum virðast hafa mikinn tíma til lesturs og skrifta, eins og t. d. okkar „grand old man" norðanlands, Stgr. M. — Eg held því hafi varla verið veitt eftirtekt, hví- líkur munur er héraða, eftir því, hvort lyfsalastarf fylgir þeim eða ekki. Fyrir síðari tíma mann er það fróðlegt að vita, hvað fólkið rak af stað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.