Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1934, Síða 10

Læknablaðið - 01.03.1934, Síða 10
40 LÆKNABLAÐIÐ hafa stundað íþróttir og vera öllu illu vanur. Dýrmætasta eign, sem nokk- ur getur átt, er að vera öllu illu vanur, — en nokkuð mundi hún kosta. Hann þarf líka, kominn í starfiÖ, a'Ö halda sér við, annaðhvort með íþrótt- um eða líkamlegri vinnu. Ein einasta ferð getur gengið nærri honum ann- ars. Sé hann æfður, þolist hún prýðilega, þó að missvefn og óregla á mál- tíðum fylgi, — sem jafnan er. Hins vegar kárnar gamanið, ef leggja þarf í nýja langferð, þegar í stað og komið er úr langri ferð. Það gengur hart að hverjum sem er, hve hraustur og æfður sem væri. Þetta eru nefnilega ekki ferðir eins og venjulegt fólk hagar þeim, — þannig má vera altaf á ferð. Fyrir þér eru nótt og dagur jöfn, ill veður og góð, og starfið víst oftast, á gistingarstöðum. Það getur komið fyrir þig, lagsmaður, á ein- hverjum melnum, að þú óskir þér ekki lengra lífs, ef þú ert þá ekki orð- inn of sljór til þess að hugsa nokkuð. Ekki svo sem að til veizlu sé boðið. Þegar þú kemur á áfangastað, byrjar fyrst starfið sjálft, oft að vaka yfir sjúklirigi og gera e. t. v. erfitt læknisverk við fá þægindi. Á fyrstu árunum finnur maður mjög til einangrunar og illrar aðstöðu. Svo kem- ur æfingin og skelin harðnar. Segi einhver, að þetta sé kvörtun, þá bið eg hann að þegja. Eg hefi stundað öll sveitaverk, sem hér á landi tíðkast, þar á meðal votengjastöð- ur í hríðarveðrum og fjallgangnaslark. Eg hefi verið „í síld“ mörg sum- ur, vakað og unnið og unnið og vakað, bæði í landi og í lestum skipa. Alt er það „grín“ hjá læknisferðum. Marga hefi eg heyrt segja frægðar- sögur af því, þegar þeir sóttu lækna. Stundum kemur upp, að annar beið eftir lækninum þegar heim kom. En ekki hefi eg heyrt, að þessum mönn- um hafi dottið í hug, að læknirinn hefði kannske líka verið orðinn lúinn, a. m. k. svo lúinn, að hann mætti reisa dómgreind sína gegn skyldunni. Ferðatilefnið er ekki æfinlega mikilsvert. Þetta er mín reynsla, og hefir mér þó varla orðið teljandi misdægurt í ferð. Hver mundi þá þeirra, sem ferðast veikir? Það hefir orðið loka- þáttur stuttrar æfisögu margra íslenskra héraðslækna. Til eru ljósir blettir. Komir þú á bæ, er þér undantekningarlaust boð- Inn beini, hversu fráleitt, sem það anriars er, að þú dveljir för. Alt hið besta, sem búið á, er til reiðu og fram boðið. Helst mundi það, að oft er svefnstofa köld, ónotalegt slæptum að hátta. Þú bítur í yfírsængina, and- ar í gegnum hana, og reynir að verjast skjálftanum. En þarna er líka boðið það besta, sem völ er á, eða boðlegt þykir. Æskir þú annars, þá er það veitt, ef nokkur tök eru á. Alt öðru máli gegnir um farkostinn. Það eru óljósari reglur um það, hvernig hann skuli vera, heldur en skyldur læknanna nú orðið. Hann er oft með öllu óafsakanlegur, og miklu verri, en verið gæti. Oftast vitan- lega hestur, og svo mun verða lengi enn hér á landi, þó að bifreiðavegir komist um alt. Sex til níu mánuði ársins verða samgöngutækin samt þau sömu og á landnámsöld, í iriörgum héruðum. Hestarnir okkar eru í heild- inni frábær dýr, en þeir eiga ekki saman nema nafnið; það vitum við. Það er langt frá því, aö æfinlega séu valdir bestu hestar, sem tök eru á, í þessar ferðir, sem nokkur vorkunn er á, því að þær eru með réttu illrsemdar fyrir hestníðslu, — og hana oftast að óþörfu, sem er mál fyrir sig. Þá eru og margir, sem ekki hafa betra að bjóða en þeir leggja til, þó lélegt sé. f þéssu héraði hefir hestum fækkað afarmikið, síðan bifreið-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.