Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 41 ar tíökuöust og óvíða orSinn til hestur, sem getur heitiS reitt. A sömu ár- um hafa orði'Ö önnur tímaskifti, sem knýja til breytiriga á fyrirkomu- lagi læknissókna. Vinnufólkið er horfið. Bændurnir flestir einyrkjar. Það er svo komið fyrir mörgum, að þeir geta hvorki lagt til mann né hest eftir lækni, — og því miður, sem stendur, margir, sem ekki geta keypt þetta og borgaS, sem vert er, en leiöir verSa langþurfamenn. Engar raddir heyrast þó uin að taka mannlega við þessu nýja viðhorfi og gera úr hið besta. Hið besta hvað læknirinn snertir væri, að bændur trygðu sig fyrir honum og öllum læknist'rrá’inM. Fyrir mörgum árum kom Skúli Guðjóns- son með ágæta tillögu í Lbl. um það, að héruðin ættu hest, eða hesta, í þessar ferðir. Mér er ekki kunnugt um, aö þetta kæmist samt á nokkurs- staöar í landinu. Fyrsta áriö, sem eg var hér, var borin fram tillaga þess efnis, á sveitarfundi einum hér'. Henni var fjarri tekið, og þvi einkum borið við, að það bygðarlag væri símalaust, sem satt var að nokkru, og menn þyrftu hvort eð væri alla leið til læknis. Eg keypti mér svo hest, og átti hann i 8 ár. Svo fór það, að eg fór tiltölulega flestar ferðir á hon- um í þetta simalausa bygðarlag, sem sýndi, að mótbáran stóðst ekki reynsl- una. Alls lánaði eg hestinn í 164 ferðir, sjaldan lengra en 30 km. á leið, en oftast alla leið, ef skemra var. Það lag komst á, að menn skruppu í sírna, eða gerðu boð til símstöðvar og báðu mig að koma. Eg fór svo jafnan einn báðar leiðir; bjó mig svo út, að ekki þurfti að sækja lyf eða annað, a. m. k. ekki strax, og tókst það oftast nær. Mér telst svo til, að eg hafi tapað 2400 kr. á þessari hesteign, að meðtöldu kaupverði hests- ins (800 kr.). Reyndar býst eg samt við, að eg eigi honum það, að þakka, að eg hangi saman enn, þvi að hann var ágætagóður. Við þetta sparaðist héraðsbúum fylgdarmaður og hestsnotkun. Hér fór einn hestur fram og aftur, í stað tveggja tvisvar sömu leið. Mér reiknast svo, og reikna þó hesta og fylgdarmann ekki hátt, að héraðsbúar hafi grætt alt að 3000 kr. á þessu sama og eg varð að tapa nær hálfu þriðja þús. Sést, að ekki hefði verið skaði fyrir héraðið að eiga hestinn. Hér blæddi einum fyrir alla, og var af mörgum litlu virt. Þótti vel gert fyrst, síðan sjálfsagður hlutur. Fyrirkomulag læknissókna er ekkert lítilfjörlegt mál fyrir almenning. M. k. eru sterkar tilfinningar jafnan á hviki kringum þær ferðir og alt við- kvæmt, svo við óráði liggur, sem þeim kemur við. Hér er þetta i óefni kom- ið, og ekki reynt úr að bæta. Hvað líður jafn sjálfsögðum hlut og skatt- frelsi læknabifreiða, ef fleiri læknar, en gert hafa, vildu kosta til þar og reyna að lengja sína líftóru og náungans með þvi? Læknaskipan landsins er úrelt og heilbrigðismálin í niðurlægingu. LæknishéruSin eru miklu stærri en lag sé á. ÞaS er flestra manna heilsu ofvaxið að þjóna þeim mörgum, hverjum manni ofvaxið að gera ])að eins og þyrfti. Það lafir, þar sem best gengur, af því fólkið gengur ekki eftir þörfinni þar, finnur ekki til hennar, er illu vant. Eldri kynslóðin, víða i landinu, er við það upp alin, að dagleiðir séu til læknis. Fólkið 1)jargaðist við húsráð og skottulækningar. Viða verður það enn að bjargast við hjálp fákunnandi, kjarkgóðra manna. — Það svo sem veitti ekki af því, að reka í gegn lagabáík um skottulækningar! Læknarnir deyja eins og flugur, margir skóla1)ræður mínir, sem héraðs- læknar hafa gerst, eru þegar komnir undir græna torfu á unga aldri — frá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.